Þú getur notað IKEA Home smart appið til að kveikja á lofthreinsitækjum jafnvel þegar þú ert ekki heima – til að tryggja að loftið sé gott þegar þú kemur heim.
Hægt er að stilla lofthreinsitækið á sjálfvirka stillingu, sem þýðir að það skynjar agnirnar (PM2,5) í loftinu og stillir síðan viftuhraðann eftir því.
Fáðu sem mest út úr STARKVIND með IKEA Home smart appinu og DIRIGERA gátt fyrir snjallvörur. Stilltu hraðann, skoðaðu loftgæðin, settu á tímastilli og búðu til senur með hinum snjallvörunum þínum.
Þú getur sofið með kveikt á lofthreinsitækinu þar sem það heyrist lítið í því þegar það er stillt á minni kraft. Ef það er tengt við IKEA Home smart appið getur þú einnig slökkt á LED ljósinu þegar þú ferð að sofa.
Þú getur falið snúruna í borðfæti og inni í lofthreinsitækinu til að koma í veg fyrir að hún flækist fyrir þér.