STARKVIND
Lofthreinsitæki,
svart/snjallvara

22.950,-

16.950,-

Magn: - +
STARKVIND
STARKVIND

STARKVIND

22.950,-
16.950,-
Vefverslun: Til á lager
Þú getur bætt loftgæðin innanhúss á auðveldan hátt með STARKVIND lofthreinsitæki. Hægt er að stilla það handvirkt, setja það á sjálfvirka stillingu og stýra því með IKEA Home smart appinu ef þú tengir það við DIRIGERA gáttina.
STARKVIND lofthreinsitæki

Prýddu heimilið með hreinu lofti

Lofthreinsitæki gera loftið á heimilinu hreinna. IKEA lofthreinsitæki falla vel inn því við hönnun þeirra nýttum við okkur sérþekkingu okkar á húsbúnaði. Við vildum að þau væru einföld, hagstæð og falleg.

Um allan heim býr fólk við slæm loftgæði, og það er ekki bara af völdum mengunar utandyra, segir Henrik Telander, sem hefur unnið með STARKVIND og önnur lofthreinsitæki. “Margt sem við gerum heima, eins og að elda og þrífa með hreinsiefni, getur skilið eftir sig agnir og mengun í loftinu innandyra. Einnig geta frjókorn og aðrar mengunvaragnir komið inn í gegnum loftræstingu eða opna glugga. Lofthreinsitæki sjá um að fjarlægja og sía burt allar þessar agnir.“

Einfalt alla daga

Henrik og teymið hans voru með miklar kröfur. Lofthreinsitækin þyrftu að virka vel, vera hljóðlát og vera með síur á hagstæðu verði sem einfalt væri að skipta um. Þau bjuggu til margar prótótýpur og báru saman. „Við viljum að fólk geti búið við hreint loft alla daga. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á verð lofthreinsitækjanna,“ útskýrir Henrik.

Fallegri tækni

Lofthreinsitækin hafa alla nauðsynlega tæknieiginleika en það er einnig mikilvægt að þau passi vel inn á heimili fólks. „Þar sem IKEA er húsgagna- og hönnunarfyrirtæki höfum við þekkinguna sem þarf til að gera lofthreinsitækin hentug fyrir heimili. STARKVIND er létt og fellur vel inn í rýmið.“

Sjá meira Sjá minna

Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X