Hirslan undir rúminu getur geymt allt frá aukasængum og -koddum að árstíðabundnum fötum. Eða jafnvel strauborðið?
Bólstraði höfðagaflinn er þægileg bakstoð til dæmis við lestur eða þegar þú nýtur morgunverðarins í rúminu um helgar.
Það er auðvelt að nálgast hlutina undir rúminu því það er með góðum lyftibúnaði. Þú togar bara í bandið og rúmbotninn lyftist upp rólega og auðveldlega.
Botninn á hirslunni undir rúminu er úr efni sem lyftir því sem þú ert að geyma upp frá gólfinu og ver það fyrir óhreinindum og ryki.
Kabusa efnið er úr að minnsta kosti 90 prósent endurunnu pólýester. Endingargott sléttofið efni í tveimur litatónum.
BLÅFJÄLLET dýnan er með pokagormum sem hreyfast hver fyrir sig og veita þér stuðning þar sem þú þarft á honum að halda.
Pokagormarnir eru hannaðir til að hleypa lofti í gegn um dýnuna og halda þannig jöfnum hita á líkamanum.
Svampur efst í dýnunni veitir þér aukin þægindi og stuðning.
Svampyfirdýna er þægilegt aukalag á rúmið og er einfalt að hirða um því það má þvo áklæðið í vél.
Áklæðið á höfðagaflinum og rúmgrindinni má fara í þvottavél og því er einfalt að halda rúminu hreinu.