TONSTAD rúmgrindin er sterkbyggð og endist um ókomin ár. Skúffurnar fjórar undir rúminu opnast hljóðlega og mjúklega þar sem þær eru með innbyggðum ljúflokum.
Rúmgrindin er með skúffum sem auðvelt er að opna, jafnvel ef þú ert með náttborð við rúmið, því gert er ráð fyrir því.
TONSTAD náttborðið er með skúffu með innbyggðri höldu og lokast mjúklega. Ávalir fætur úr gegnheilum við gefa náttborðinu fágað útlit.
Burstaður viðarspónn færir húsgögnum einstakt yfirbragð og karakter.
LURÖY rimlarúm með bogadregnum rimlum fylgir líkamsþyngd þinni og styður við líkamann á meðan botninn hleypir lofti í gegn sem heldur dýnunni ferskri.