Úr sterkbyggðri gegnheilli furu sem verður fallegri með aldrinum og gerir hvert húsgagn einstakt.
GLAMBERGET stækkanlegt rúm er fyrirferðarlítið og hentar því vel í lítið rými eða undir súð svo þú getir nýtt plássið til fulls. Hægt er að stækka rúmgrindina og hún passar því undir dýnur sem eru 80-160x200 cm.
GLAMBERGET skilrúmið auðveldar þér að skapa afmarkað svæði í rýminu. Fljótleg og auðveld leið til að vera með mismunandi rými fyrir borðhald og samverustundir eða næturgesti.
Það er einfalt að taka efnið af skilrúminu og setja í vél.
Þú getur opnað GLAMBERGET fataskápinn frá tveimur hliðum – tilvalinn í miðju rými eða sem skilrúm. Tvær stillanlegar hillur auðvelda þér að laga plássið að þínum þörfum.
Fataskápurinn er fullkomin hirsla fyrir samanbrotinn og upphengdan fatnað í mismunandi síddum. Neðst er pláss fyrir skó – eða bara eitthvað allt annað, til dæmis ryksugu.
Tvær skúffur fylgja með, tilvaldar til að breyta plássinu undir rúminu í hirslu. Svo er auðvelt að rúlla þeim fram þar sem þær eru á hjólum.