KAFFEREP
Kex með möndlum

295,-

KAFFEREP
KAFFEREP

KAFFEREP

295,-
Aðeins fáanlegt í verslun
Ein af uppáhaldshefðum Svía er „fika“ – kaffipása með bakkelsi og vinum. Við viljum deila þessari hefð með ykkur með góðgæti úr KAFFEREP línunni svo fleiri geti notið ljúfra fika-stunda.
KAFFEREP kex með möndlum

Við kynnum heiminum fyrir sænskum hefðum

Hefur þú einhverntímann fengið þér kaffibolla og sætabrauð með? Þá hefur þú óafvitandi upplifað eina af vinsælustu hefðum Svíðþjóðar – Fika. Það eru engar ýkjur að segja að allir í Svíþjóð fái sér fika. En þar sem fólk verður sífellt uppteknara er heimatilbúið fika ekki lengur venjan. Á milli þess sem fólk sinnir vinnu, fjölskyldu og áhugamálum er þörf á einfaldari valmöguleikum. Hér kemur KAFFEREP línan sterk inn.

KAFFEREP línan inniheldur kexkökur, sætabrauð og aðrar veitingar sem eru innblásnar af dálæti okkar af fika og allt sem sú stund stendur fyrir. Í línunni finnur þú eftirlæti okkar – hefðbundið hafrakex og piparkökur. Í Sænska matarhorninu eigum við það sem þarf fyrir fika, það er því auðvelt að taka þátt í dásamlegu hefðinni okkar.

Fika nútímans

Jenni Odenmo er einn af starfsmönnum IKEA sem hjálpaði til við að kynna KAFFEREP. Hún nýtur þess að fara í fika með samstarfsfólki sínu á skrifstofunni og með vinum eða nágrönnum sem kíkja í heimsókn. En Jenny lifir erilsömu lífi og það er ekki mikill tími til aflögu. „Börnunum þykir gaman að baka. Mér þykir gaman að baka, en ég get ekki sagt að við bökum í hverri viku. Það er bara ekki hægt. Við höfum ekki tíma. Þess vegna á ég alltaf varabirgðir fyrir fika í skápunum,“ segir Jenny. „Við erum nútímafjölskylda og við þurfum á þægindum að halda.“ Varabirgðirnar eru reyndar með því besta sem hún fær. KAFFEREP hafrakexið með súkkulaði er yfirleitt fljótt að fara á hennar heimili. „Það er með svo góðu súkkulaði á milli stökka kexins. Ég opna pakka og innihaldið gufar upp.“

Deilum ást okkar á fika

Núna þegar bæði er hægt að fá gott kaffi og gómsæt sætindi hjá IKEA er fika aðgengilegra. „KAFFEREP línan hefur fjölbreytt úrval,“ segir Jenny. „Hjá okkur er úrvalið breitt. Við bjóðum í raun upp á allt sem þú þarft til að útbúa gott fika.“

Sjá meira Sjá minna

Samantekt

Minnisstæð augnablik

Allar þjóðir eiga sínar eigin smákökur, sætabrauð og kökur sem allir þekkja og elska og í alls kyns tegundum og því geta allir fundið það sem þeim finnst best. Best er að eiga góðgætið til á heimilinu til að bera fram þegar gesti ber að garði í leit að „fika“ – sænsku kaffipásunni. Enginn undirbúningur og því færðu meiri tíma með vinunum.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X