BERÄKNA
Blómavasi,
45 cm, glært gler

3.890,-

Magn: - +
BERÄKNA
BERÄKNA

BERÄKNA

3.890,-
Vefverslun: Til á lager
Stór munnblásinn vasi eftir færan glersmið sem á ótal árum hefur þróað með sér listina að skapa einstakar glervörur. Stór vasinn er áberandi og einstakur.
BERÄKNA blómavasi

Vasar fyrir öll tækifæri

Blóm virðast búa yfir töfrandi göldrum. Þau gera umhverfið fegurra og alla daga bjartari. En það er mismunandi eftir löndum hvernig vasa fólk kaupir og hvernig það notar þá. Af fenginni reynslu vissi vöruhönnuðurinn okkar Anh Linh og samstarfsfólk hennar þetta. Til að auka við vitneskju sína fengu þau í lið með sér sérfræðing. Ragnhildur Fjeldsted, blómaskreytir frá Íslandi, veitti þeim innsýn inn í marga mismunandi blómaheima. Hún aðstoðaði Anh og hennar teymi við að safna saman upplýsingum áður en hönnun BERÄKNA vasana fór af stað.

Í Danmörku kaupir fólk að mestu leyti tilbúna, bundna blómvendi, segir Ragnhildur. En Hollendingar kaupa mörg blóm, um 20-30 stilka, og búa sjálfir til vönd. „Þeir eru mjög góðir í því,“ bætir hún við. Íbúar London kjósa að helst blómaskreytingar til að hafa á súlufót eða borði. „En þeir nota einnig mikið af mismunandi grænum gróðri, eins og tröllatré eða monstera-blöð, til að skreyta fallega glervasa.“

Lærdómur vasans

Teymið áttaði sig á því að í BERÄKNA línunni þyrfti einnig að vera vasi fyrir einn stilk, túlípanavasi og vasi fyrir liljur. Það bætti því við skál, minni vasa og gólfvasa. „Vasar fyrir einn stilk eru fallegir á bakka með kerti og litlu knippi af blómum og ég nota þá oft í veislum, á hótelum og lágstemmdum veitingastöðum,“ segir Ragnhildur og heldur áfram að útskýra hvernig vasar fyrir túlípana lætur blómin standa í sínum stað, í stað þess að falla til hliðar og mynda bil. Hún heldar áfram að útskýra: „Vasar fyrir liljur er stöðugur svo þung blóm með langa stilka velti ekki vasanum um koll.“

Endurnýjaðu heimilið með blómum

Við gerð BERÄKNA, styrktist skoðun Anh og teymisins um að blóm sé mikilvægur hluti af húsbúnaði, og jafnvel tísku. Þau endurnýja heimilið. Ragnhildur er sammála. „Ef þú skoðar tískutímarit á það eftir að koma þér á óvart hversu oft blóm eru notuð á ljósmyndum.“

Sjá meira Sjá minna

Efni

Unnið af reynslumiklum glerblásurum

Munnblásið gler er unnið í samstarfi við reynslumikla glerblásara sem hafa þróað listina við að búa til fullunna vöru til margra ára. Í glerverksmiðjunni safna glerblásarar bráðnuðu gleri í pípur og móta glerið varlega. Hæfileikarnir, reynslan og sköpunin sem sett er í framleiðsluna gerir hverja vöru persónulega - listmunur á þínu heimili.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X