Auðvelt er að halda áklæðinu hreinu því hægt er að taka það af og setja í þvottavél.
Úrval áklæða gerir þér kleift að gefa húsgögnunum þínum nýtt útlit þegar þér hentar.
Með hirslu undir legubekknum. Lokið helst opið, og því er auðvelt að ná í það sem vantar eða setja í hirsluna.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Gott handverk og hentug stærð gerir það að verkum að sófinn sýnir alltaf sínar bestu hliðar.
Í sófanum er þægilegur og eftirgefanlegur svampur og pokagormar sem fylgja útlínum líkamans og veita stuðning – hvort sem þú situr eða liggur.
Bakpúðarnir eru góður stuðningur fyrir bakið. Púðunum má snúa við. Blanda af pólýestertrefjum og svampi gerir það að verkum að púðarnir halda lögun sinni og þægindum árum saman.
Áklæðið er úr Hallarp efni sem er úr bómull og pólýester. Það er mjúkt, notalegt og endingargott – vefnaðurinn gefur efninu áþreifanlega áferð.