Það er auðvelt að halda áklæðinu hreinu þar sem þú getur þvegið það í þvottavél og það er lítið mál að fjarlægja það og setja aftur á.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is
Í einingunum er þægilegur og eftirgefanlegur svampur og pokagormar sem fylgja útlínum líkamans og veita stuðning – hvort sem þú situr eða liggur.
Djúp og jöfn sætin gera það að verkum að JÄTTEBO sófinn er mjög þægilegur, sérstaklega til að liggja á og njóta góðrar bókar.
Rúmgóðar hirslur í legubekknum og sætiseiningunum henta vel fyrir teppi, spil og kassa með smáhlutum.
Lamirnar eru með gasdempurnum sem tryggja að hirslan opnast og lokast hægt og rólega. Lokið helst opið, og því er auðvelt að ná í það sem vantar eða setja í hirsluna.
Einingarnar eru fallegar frá öllum hliðum og því getur þú haft sófann við vegg eða í miðju rými.
Það er einfalt að færa einingarnar án þess að verkfæra sé þörf. Opnaðu einfaldlega hirsluna til að losa festingarnar, raðaðu einingunum upp á nýtt og festu síðan festingarnar aftur.
Mjúkur og notalegur JÄTTEBO einingasófi með stílhreinum útlínum og hentugri hirslu undir sætinu.
Bættu síðan fleiri einingum við sófann eftir hentisemi, til dæmis sætiseiningum, legubekk, örmum og höfuðpúða. Notaðu teikniforritið okkar til að finna samsetningu sem hentar þér.
Sófaeiningarnar geta raðast saman eins og hentar þér. Þú getur búið til lítinn eða stóran sófa og bætt fleiri einingum við þegar þarfir þínar breytast.
Áklæðið er úr Samsala, afar þykku, riffluðu flauelsefni sem er endingargott og mjúkt með mikinn karakter.