10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Púðinn er klæddur Gunnared áklæði sem er úr dope-lituðu pólýesterefni. Endingargóðu og hlýlegu efni, sem minnir á ull, með áþreifanlegri blandaðri tvítóna áferð.
Hönnun púðans er fáguð og gefur skemlinum karakter. Mjúkt og gott fyrir fæturna og engin þörf á að laga púðana því þeir renna ekki til.
Skemill í stíl færir POÄNG hægindastólnum enn meiri þægindi.
Grindin er úr formbeygðu límtré sem er afar sterkt og endingargott efni.
Það er einfalt að skipta um púða á POÄNG og breyta þannig um útlit eða lengja líf hans. Hægt er að velja úr miklu úrvali púða.