10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is
SEGLORA áklæðið er úr anilínleðri en það er leður í hæsta gæðaflokki. Með tímanum verður það mýkra, dekkra og fær á sig fallega glansáferð.
STOCKHOLM bekkurinn er hannaður í nútímalegum skandinavískum stíl. Það sem einkennir hann er tímalaust útlit, vandaður efniviður og vel úthugsuð smáatriði sem hámarka gæði og þægindi.
Bekkurinn er úr gegnheilum við og er afar stöðugur. Hann hefur hlýlegt, náttúrulegt útlit og falleg smáatriði, meðal annars hornin þar sem fjalirnar mætast.
Púðinn er með fallegum hnöppum og saumum. Hann er festur á bekkinn með frönskum rennilás. Fyllingin er úr kaldpressuðum svampi sem þægilegt er að sitja á.