Stólfætur úr gegnheilum við sem er slitsterkt náttúrulegt hráefni.
Eftir skemmtilega máltíð með krökkunum er gott að vita að þú getur auðveldlega tekið áklæðið af og þvegið í vél.
Áklæðið á stólinn er í einu lagi og festist með frönskum rennilás svo auðvelt er að taka það af og setja það aftur á.
Ef þú vilt breyta útliti stólsins á auðveldan og hagstæðan hátt getur þú skipt um áklæði því það er laust. Nokkrir litir í boði.
Áklæðið er úr Gunnared-efni sem er dope-litað pólýesterefni. Endingargott hlýlegt efni sem minnir á ull með áþreifanlegri blandaðri tvítóna áferð.
Þægindi og stíll við matarborðið. Bólstraður stóll með örmum er fullkominn fyrir langar setur við matarborðið, þar sem þú eyðir dýrmætum stundum með fjölskyldu og vinum eða slakar á í einrúmi.
Stóllinn er með þægindi á við sófa og getur því verið sem aukasæti inni í svefnherbergi, forstofunni, stofunni eða hvar sem þú vilt hafa þægilegan stað til að tylla þér án þess að það taki mikið pláss.
Sætið er mjúkt og fjaðurmagnað þar sem það er ríkulega bólstrað og með bugðóttum gormum í botninum – eins og eru oft í sófum.
Bólstraðir armarnir veita þægilegan stuðning og passa undir borðið að framanverðu, sem gerir þér kleift að komast nær borðinu þegar þú ert að borða.