HAVSTEN
Sessa með baki, úti,
drappað

24.500,-

Magn: - +
HAVSTEN
HAVSTEN

HAVSTEN

24.500,-
Vefverslun: Til á lager
Ekki bara útlitið, prófaðu þægindin. Rúmgóð sæti, dúnmjúkir púðar og sveigjanlegt netefni er það sem gerir HAVSTEN þægilegan. Hannaðu þína eigin samsetningu, sestu aftur og slakaðu á. Utan- eða innandyra!
HAVSTEN sessa með baki, úti

Sófi sem færir stofuna út

Útisvæðið verður sífellt mikilvægari hluti heimilisins. Við borðum þar, njótum félagsskapar og útsýnis og því er eðlilegt að útisvæðið sé eins þægilegt og fjölhæft og innisvæðið. Þess vegna er HAVSTEN frábær kostur. Hann er úr dufthúðuðu stáli með mjúkum og þægilegum púðum sem þola bæði sterka geisla sólarinnar og létt regn. HAVSTEN er endingargóður og hlutlaus grunnur sem þú getur bætt á og fært til og búið þannig til persónulega stofu undir berum himni.

Svalir, verönd, garður … útisvæðin geta verið mismunandi en eitt eiga þau þó sameiginlegt: þau eru farin að líkjast innisvæðum heimilisins í auknum mæli. Nú til dags viljum við að útisvæðin séu með persónulegt yfirbragð ásamt því að vera þægileg og fjölhæf. Svolítið eins og stofa undir berum himni. Damon Hird, sem vinnur við vöruþróun fyrir útisvæði, segir okkur frá. „Útihúsögn hafa ávallt verið nokkuð hefðbundin en það er sífellt algengara að fólk vilji meira notagildi af þeim og að þau líti vel út. Útisvæðið endurspeglar karakter heimilisins og þegar þú eyðir meiri tíma þar er bara eðlilegt að þú viljir gera svæðið persónulegra.“

Hönnunarverðlaun fyrir nýja hugmynd að sófa

Hönnuðurinn Andreas Fredriksson fékk hugmynd sem hentaði þessari nýju þörf. Einingasófi sem hægt er að bæta við og breyta úr því að vera hægindastóll í tveggja sæta sófi, þriggja sæta sófi eða hreinlega eins langur sófi og þú vilt. „Ég vildi gera fjölhæfan sófa sem auðvelt er að færa til og útfæra á ýmsa vegu," útskýrir Andreas. Sófinn er afar frábrugðinn öðrum þægilegum útisófum sem oft eru stórir og þungir. Hugmyndin hans Andreas fólst í því að nota létt stálrör í grindina á sófanum og þekja hana með neti til að móta sófann. Síðan voru þykkir púðar settir á netið fyrir þægindi. „Ég vildi búa til þægilega og opna hönnun sem passaði í flatar pakkningar svo auðvelt sé að taka hana með sér heim úr versluninni." Snjöll hönnunin fékk síðar mikla viðurkenningu þegar HAVSTEN sófinn hlaut hönnunarverðlaun sem kallast Red Dot Award.

Grunnurinn á útisvæðinu

Andreas og Damon telja að HAVSTEN eigi alveg jafn vel við innandyra en hann er gerður til að þola sólarljós og náttúruöflin. Grindin er úr dufthúðuðu stáli og efnið í púðunum er litað með aðferð þar sem litarefninu er blandað beint við þræðina til að koma í veg fyrir að liturinn dofni við útfjólubláa geisla sólarinnar. Ef það byrjar að rigna muntu sjá örlitla dropa myndast á vatnsþolnu yfirborðinu sem þú einfaldlega strýkur af. Damon lýsir sófanum sem akkeri útisvæðisins, hlutlausum grunni sem hægt er að útfæra eftir eigin höfði. „Þú getur auðveldlega breytt yfirbragðinu með því að bæta við mottu, flottri lýsingu og borði, líkt og þú gerir við stofusófann."

Sjá meira Sjá minna

Samantekt

Andreas Fredriksson hönnuður

„Ég vildi búa til fjölhæfan sófa sem auðvelt væri að færa til og útfæra á ýmsa vegu. Þú getur tekið hann í sundur og hann þolir bæði sterka sólargeisla og létta rigningu.”


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X