Þú getur einfaldlega hrist vatnið af eftir létta rigningu þar sem áklæðið hrindir frá sér vatni.
Auðvelt er að halda púðaverinu hreinu og fersku því hægt er að taka það af og þvo í vél.
Liturinn á áklæðinu helst lengi þar sem efnið hefur mikla ljósfestu.
Þú getur breytt útlitinu á útisvæðinu þínu þegar þér hentar með lausum FRÖSÖN áklæðum.
Það er auðvelt að festa sessuna á stólinn með teygjunni. Þú þarft ekki að binda neitt, settu bara plastpinnann í gegnum lykkjuna.
Húsgagnið er úr duftlökkuðu stáli og handofnu reipi og er því endingargott og auðvelt í umhirðu.