Efnið veitir góða vörn gegn útfjólubláum geislum þar sem það er með UPF (Ultraviolet Protection Factor) gildið 50+, sem þýðir að það stöðvar 98% af útfjólublárri geislun sólarinnar.
Á hliðunum eru fjórir litlir pokar sem þú getur fyllt af sandi til að halda skýlinu á sínum stað.
Tveir vasar inni í skýlinu halda utan um hlutina þína á meðan þú nýtur þín á sólríkum sumardegi.
Netefnið hleypir lofti í gegn og því verður ekki of heitt.
Efra efni skýlisins ver þig gegn hita.
Poki fylgir með skýlinu svo að einfalt er að taka það með í ferðina. Auðvelt er að setja það upp og þú getur því varið meiri tíma í að slappa af og leika við börnin.
Einfalt að brjóta saman með hjálp leiðbeininganna og merkinganna.
Undursamlegur litur sem minnir á heiðan sumarhimin.
Raðaðu húsgögnunum í STRANDÖN línunni saman eins og þér hentar og skapaðu samræmt útisvæði þar sem þú getur borðað, slakað á og eytt tíma með fjölskyldu og vinum.