Gardínuborðinn er í sama lit og gardínan og því lítur hún einnig vel út að aftan.
Þú getur stytt gardínurnar eftir þörfum. Engin þörf á að falda eða sauma því efnið raknar ekki upp.
Gardínur með gardínuborða sem gerir þér kleift að hengja þær beint á stöngina með þar til gerðum vösum eða flipum. Þú getur líka hengt gardínuna á gardínubraut með hjólum og krókum.
Efnið er úr endurunnu pólýester og heldur litnum vel þótt það sé þvegið oft.
Efnið myrkvar rýmið alveg og kemur í veg fyrir glampa á sjónvarp og tölvur. Gardínurnar gefa fullkomið næði því ekkert sést inn, ekki einu sinni skuggar og ljós. Með dregið fyrir tekur þú ekki eftir því hvort úti sé dagur eða nótt.
Fullkomin fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir birtu á meðan það sefur, hvort sem það er á næturna eða á daginn.
Gardína sem er 250 cm á lengd er hentug ef þú vilt hengja hana upp fyrir ofan glugga.
Gardínurnar draga úr hita sólarinnar og minnka dragsúg frá óþéttum gluggum. Best er að hengja þær upp innan á gluggakarminn, þ.e. eins nálægt rúðunni og hægt er.