Þessir skilmálar („skilmálarnir“) eiga við þegar þú notar IKEA appið og innihald þess, þar með talið þegar þú verslar í gegnum appið („appið“) og mynda bindandi samning milli þín („þú“ eða „notandi“) og IKEA á Íslandi – Miklatorg hf., kt. 541293-2809, Kauptúni 4, 210 Garðabæ („IKEA“ eða „við“).

1.    Gildissvið og breytingar skilmála
1.1.    Með því að haka í samþykkisreitinn og halda áfram að nota appið samþykkir þú skilmálana. Þú hefur ekki heimild til þess að nota appið án þess að samþykkja skilmálana.
1.2.    Þú staðfestir og ábyrgist að þú hafir nauðsynlega lagalega hæfni, t.d. að þú sért yfir lögaldri, til að samþykkja skilmálana og gera bindandi samning. Ef þú hefur ekki slíka nauðsynlega lagalega hæfni staðfestir þú að þú hafir fengið leyfi foreldris eða forráðamanns til að nota appið og að foreldri þitt eða forráðamaður samþykki hér með skilmálana fyrir þína hönd.
1.3.    Ef notandinn er lögaðili þarf fulltrúi sem skráður er í appinu og hefur til þess umboð að koma fram fyrir hönd lögaðilans samkvæmt settum reglum.
1.4.    Með því að samþykkja skilmálana ábyrgist þú og heimilar að þú sért ekki bundin/n neinum skilmálum sem gætu hindrað notkun þína á appinu.
1.5.    Hlutar 1.9., 1.10., 3.5., 3.6., 10.6. og 10.7. eiga við um þig ef þú sækir og notar appið í iOS-tæki eða sækir það í App Store.
1.6.    Skilmálarnir gilda að því marki sem gildandi lög leyfa. IKEA áskilur sér rétt til að breyta skilmálunum hvenær sem er. Tilkynningar um breytingar verða sendar í gegnum appið. Ef þú samþykkir ekki nýju skilmálana er þér frjálst að hafna þeim en því miður er þér þar með ekki lengur heimilt að nota appið. Með því að nota appið á einhvern hátt eftir breytingu á skilmálunum samþykkir þú nýja útgáfu skilmálanna. 
1.7.    Þegar þú verslar í gegnum appið gilda skilmálar vefverslunar IKEA á Íslandi sem má finna á vef IKEA á Íslandi. Þegar þú verslar í gegnum appið þarftu að lesa skilmála vefverslunar IKEA á Íslandi og með því að leggja inn pöntun staðfestir þú að þú hafir lesið og samþykkt skilmála vefverslunar IKEA á Íslandi.
1.8.    IKEA áskilur sér rétt til að uppfæra skilmála vefverslunar IKEA á Íslandi án fyrirvara. Þér ber skylda til að lesa nýjustu útgáfu skilmála vefverslunar IKEA á Íslandi í hvert skipti sem þú leggur inn pöntun og nýjasta útgáfan gildir um kaupin hverju sinni.
1.9.    Þú samþykkir hér með að skilmálarnir gilda einungis á milli þín og IKEA og ekki þín og Apple. IKEA, en ekki Apple, ber eitt ábyrgð á appinu og innihaldi þess.
1.10.    Með því að samþykkja skilmálana ábyrgist þú að (i) þú sért ekki staðsett/ur í landi sem sætir viðskiptabanni af hálfu bandarísku ríkisstjórnarinnar, eða sem hefur verið auðkennt af ríkisstjórn Bandaríkjanna sem ríki sem styður hryðjuverk; og (ii) nafn þitt sé ekki á neinum lista sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur gert yfir aðila sem bannað er að eiga viðskipti við. 

2.    Appið
2.1.    Í appinu getur þú fengið upplýsingar um IKEA vörur, sett þær á óskalista, fengið innblástur og keypt IKEA vörur og/eða þjónustu.
2.2.    IKEA mun halda áfram að þróa appið og áskilur sér rétt til að gera hvers konar breytingar á því, þ.m.t. breytingar á virkni þess. IKEA áskilur sér einnig rétt til að hætta að bjóða upp á appið. Við munum reyna að tilkynna um veigamiklar breytingar á appinu áður en þær eru gerðar; því miður er það þó ekki alltaf hægt.
2.3.    Appið er eign IKEA og halda IKEA og leyfisveitendur þess öllum hugverkaréttindum að appinu ásamt öllum uppfærslum sem við kunnum að gera aðgengilegar fyrir þig.

3.    Réttur þinn til að nota appið
3.1.    Á grundvelli skilmálanna veitir IKEA þér óframseljanlegt leyfi, án nokkurs einkaréttar (og án réttar til að veita undirleyfi) til að njóta aðgangs að appinu og nota það í því formi sem IKEA ákveður, í hvaða tæki sem hægt er að nota það í og þú átt eða hefur umráð yfir. Leyfið er eingöngu til persónulegra nota og ekki er heimilt að nota það í viðskiptalegum tilgangi.
3.2.    Framangreint leyfi nær ekki yfir notkun texta, mynda, teikninga og/eða annars efnis í appinu nema þá notkun sem ætluð er í appinu og sem framangreint leyfi nær yfir. Notkun appsins sem stangast á við framangreint leyfi getur verið brot á rétti IKEA, þar með töldum hugverkarétti IKEA eða leyfisveitenda þess.
3.3.    Þú ábyrgist og samþykkir að þú munir ekki nota appið á þann hátt að það brjóti gegn gildandi lögum eða réttindum þriðju aðila. Ef þú notar appið á þann hátt að það brjóti gegn skilmálunum getur IKEA takmarkað eða lokað fyrir aðgang þinn að appinu.
3.4.    Þegar þú notar appið máttu alls ekki:
•    eiga við eða slökkva á eiginleikum tengdum öryggi í appinu eða eiginleikum sem hindra eða koma í veg fyrir notkun eða afritun efnisins sem hægt er að nálgast í gegnum appið;
•    gefa rangar upplýsingar þegar þú stofnar aðganginn;
•    þykjast vera annar einstaklingur án hans leyfis eða staðhæfa ranglega að þú komir fram fyrir hönd einstaklings, aðila eða fyrirtækis;
•    nota appið ef við höfum lokað fyrir aðgang þinn að því eða bannað þér að nota það;
•    senda ruslpóst, auglýsingapóst eða síendurtekin skilaboð;
•    sýna ólöglegt eða ólögmætt framferði;
•    breyta, eiga við, stöðva, trufla eða brjótast inn í appið;
•    safna upplýsingum frá appinu öðrum en þeim sem falla undir skilmálana;
•    setja inn eða leggja fram efni án leyfis höfundar efnisins eða brjóta á annan hátt gegn hugverkaréttindum, vörumerkisréttindum eða öðrum réttindum þriðju aðila;
•    setja inn eða leggja fram upplýsingar um eða lýsingar á öðrum einstaklingi sem eru rangar, persónulegar, niðrandi eða trúnaðarupplýsingar.
3.5.    Komi fram krafa frá þriðja aðila þess efnis að appið eða varsla þín og notkun á appinu brjóti gegn hugverkaréttindum þessa þriðja aðila ber IKEA, en ekki Apple, ábyrgðina á rannsókn, vörn, uppgjöri og niðurfellingu hvers kyns kröfu vegna slíkra brota á hugverkaréttindum.
3.6.    IKEA, en ekki Apple, ber ábyrgð á að taka kröfur frá þér eða þriðja aðila til meðferðar í tengslum við appið eða vörslu þína og/eða notkun á appinu, þ.m.t. en ekki eingöngu: (i) hvers kyns kröfur vegna skaðsemisábyrgðar; (ii) hvers kyns kröfur um að appið samræmist ekki hvers kyns gildandi kröfum samkvæmt reglum; og (iii) kröfur sem verða til vegna neytendaverndar, persónuverndar eða svipaðrar löggjafar.

4.    Aðgangur
4.1.    Notandinn getur farið inn í appið og stofnað aðgang ókeypis með fyrirvara um að hann þurfi að bera kostnað af internettengingu til þess að opna appið samkvæmt gjöldum og skilmálum þjónustuveitanda nettengingarinnar.
4.2.    Þegar notandi nýskráir sig í appið stofnar hann aðgang með notandanafni og lykilorði samkvæmt þeim kröfum sem settar eru fyrir ný lykilorð í appinu.
4.3.    Upplýsingarnar sem notaðar eru til að skrá sig inn í appið eru persónuupplýsingar sem ekki er hægt að flytja og má ekki deila með þriðja aðila.
4.4.    Notandinn ber ábyrgð á öllum aðgerðum á hans aðgangi. Þess vegna samþykkir notandinn að gera viðeigandi ráðstafanir til að halda lykilorði sínu öruggu og leyndu og þarf að tilkynna IKEA samstundis um það ef grunur er á að þriðji aðili viti lykilorðið eða ef lykilorðið hefur verið notað á óheimilan hátt eða ef grunur er um slíkt, ef það er týnt eða hefur verið stolið.

5.    Takmörkun ábyrgðar
5.1.    Appið er látið í té án endurgjalds í því ástandi sem það er og að því marki sem það er aðgengilegt. Við gerum okkar besta til að tryggja að appið virki ávallt, án ábyrgðar á tiltækileika eða  aðgengi appsins, og berum ekki ábyrgð á tjóni, tapi, kostnaði eða útgjöldum sem verða til vegna þess að appið er ekki aðgengilegt eða tiltækilegt.
5.2.    Ef verð vöru eða þjónustu er rangt í appinu áskiljum við okkur rétt til að leiðrétta verðið og neita að bindast skilmálum vefverslunar IKEA á Íslandi (eins og kemur fram í skilmálum vefverslunar IKEA á Íslandi) við þig á verðinu sem þú sást upphaflega í appinu.
5.3.    IKEA ber í engu tilviki ábyrgð á tapi eða skemmdum, þar með talið en takmarkast ekki við, beint eða óbeint tjón eða gagnatap sem verður til vegna eða í tengslum við notkun þína eða vangetu þína til notkunar á appinu.
5.4.    IKEA ber ekki ábyrgð á því ef brotið er gegn þessum skilmálum eða á tjóni notandans ef það brot eða tjón er afleiðing af því að notandinn hafi brotið gegn þessum skilmálum, gildandi lögum eða er afleiðing af aðstæðum sem notandinn hafði stjórn á.
5.5.    Í einhverjum tilvikum þegar ekki er hægt að útiloka tjón getur IKEA endurgreitt það en einungis beint tjón.
5.6.    Þessi takmörkun ábyrgðar á við upp að því marki að hún stangist ekki á við gildandi lög.

6.    Persónuvernd
6.1.    IKEA er annt um persónuvernd þína. Nánari upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinganna þinna í tengslum við appið má nálgast í persónuverndarskilmálum fyrir IKEA appið: https://www.ikea.is/is/privacy-policy 

7.    Framsal
7.1.    Þér er ekki heimilt að framselja, framvísa eða flytja skilmálana eða réttindi þín eða skyldur samkvæmt skilmálunum á nokkurn hátt nema með skriflegu samþykki IKEA. Okkur er heimilt að framselja, framvísa og flytja skilmálana og réttindi okkar og skyldur án þess að til þurfi sérstakt samþykki eða tilkynningu.

8.    Riftun samnings
8.1.    Notandinn má rifta þessum skilmálum og loka notandaaðgangi sínum hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er með því að hafa samband við IKEA á Íslandi eftir þeim leiðum sem koma fram í hluta 9.2. Riftun skilmálanna tekur tafarlaust gildi þegar það hefur verið gert.
8.2.    IKEA getur rift skilmálunum eða lokað fyrir aðgang þinn að appinu hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er en okkur er skylt að tilkynna notandanum þetta áður í tölvupósti, gegnum síma eða í appinu. IKEA getur rift skilmálunum eða lokað fyrir aðgang notandans án þess að tilkynna honum það ef notandinn hefur gerst brotlegur við ákvæði skilmálanna eða gildandi lög.
8.3.    Ef skilmálar vefverslunar IKEA á Íslandi voru samþykktir áður en skilmálunum er rift verða þeir áfram í gildi þar til þeir hafa verið uppfylltir.

9.    Gildandi lög og lausn deilumála
9.1.    Íslensk lög gilda um allan ágreining varðandi túlkun og beitingu skilmálanna og öll mál vegna slíks ágreinings skulu rekin fyrir íslenskum dómstólum. Íslensk lög gilda um skilmálana milli notandans og IKEA. 
9.2.    Öllum spurningum, kvörtunum eða kröfum sem varða appið skal beint til IKEA í síma 520 2500 eða með tölvupósti í IKEA@IKEA.is.
9.3.    Allan ágreining milli notandans og IKEA sem varðar skilmálana skal leysa með samningaviðræðum. Ef þessir aðilar geta ekki leyst ágreiningsmál með samningaviðræðum innan 15 (fimmtán) daga skal deilan leyst fyrir fullt og allt í samræmi við íslensk lög eins og kemur fram í hluta 9.1 í skilmálunum.
9.4.    Notandi sem er einstaklingur og notar appið ekki í viðskiptalegum tilgangi eða tengdum starfi sínu getur sent inn beiðni og/eða kvörtun um appið til Neytendastofu.

10.    Lokaákvæði
10.1.    IKEA getur sent notandanum öll skilaboð og aðrar upplýsingar í netfangið sem hann tilgreinir þegar notandaaðgangurinn er stofnaður. Gert er ráð fyrir að notandinn hafi fengið þessar upplýsingar innan 3 (þriggja) klukkustunda frá sendingu tölvupóstsins.
10.2.    IKEA ber ekki ábyrgð ef bilanir á nettengingu eða truflanir í kerfi tölvupóstþjónustuaðila eða tengingaraðila valda því að notandinn fékk ekki tölvupóst frá IKEA.
10.3.    Notandinn þarf að senda allar tilkynningar, kröfur, umsóknir og spurningar með þeim samskiptaleiðum sem koma fram í skilmálunum.
10.4.    Litið er svo á að öllum upplýsingum í appinu, þ.m.t. en takmarkast ekki við notkunarskilmála, skilmála vefverslunar IKEA á Íslandi, upplýsingar um IKEA, vörur og þjónusta sem þér hefur verið boðin og eiginleikar hennar hafi verið verið deilt með notandanum skriflega.
10.5.    IKEA getur hrint af stað ýmsum kynningartilboðum eða afsláttum í appinu að eigin frumkvæði. Afslættir og kynningartilboð í appinu eru ekki endilega þau sömu og í IKEA versluninni. Aðrir skilmálar geta átt við um kynningartilboð, afslætti og aðrar uppákomur sem IKEA skipuleggur.
10.6.    Þú samþykkir hér með að Apple ber engin skylda til að veita viðhaldsþjónustu eða aðstoð vegna appsins.
10.7.    Þú samþykkir hér með að Apple kann að eiga rétt sem þriðji aðili samkvæmt skilmálunum og þegar þú samþykkir skilmálana kann Apple að eiga rétt til að framfylgja skilmálunum gagnvart þér sem slíkur rétthafi.

Skilmálarnir voru síðast uppfærðir 4. maí 2022


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X