Sjálfbærari lífstíll getur falið í sér að draga úr úrgangi, spara orku og vatn og fara vel með hlutina sem þú átt nú þegar - þannig tekur þú þátt í að vernda umhverfið og jafnvel spara peninga um leið. Hvert skref sem þú tekur í átt að sjálfbærni er skref í rétta átt. Hér eru nokkrar hugmyndir til að koma þér af stað:
Orkusparnaður
Rafmagn er einn af kostnaðarliðum heimilisins en það eru ýmsar leiðir til að draga úr rafmagnsnotkun - og jafnvel lækka rafmagnsreikninginn.
Ertu viss um að húsgagnið hafi þjónað tilgangi sínum? Hér getur þú séð hvernig hægt er að gefa húsgagni framhaldslíf og fá meira úr því sem þú átt nú þegar.