Lífleg heimili safna ryki það fljótt að það virðist nánast ekki taka því að ryksuga og skúra. Þegar hurðir og gluggar 
eru mikið opin þá getur verið nauðsynlegt að þrífa daglega. Til að auðvelda lífið er best að halda heimilinu hreinu á 
kerfisbundinn og skipulagðan hátt.

Einfalt að þrífa – auðvelt að elska

Það er lítið mál að sópa undir þessum stílhreina skáp. Glerhurðirnar verja allt sem er í honum fyrir ryki og kámi og mynda um leið fallega útstillingu af bókum og persónulegum eigum.

 

Skoðaðu glerskápa

Allt af gólfinu

Það er mun auðveldara að moppa gólfið þegar húsgögnin eru föst við vegginn. Sjónvarpsskenkurinn er með nóg af hirsluplássi og því auðvelt að halda borðplötunni auðri og lítið mál að þurrka af henni.

 

Skoðaðu BESTÅ línun

Innréttað með hreinna lofti

Lofthreinsitæki sinna mikilvægu hlutverki í þéttbýli. Þau bæta einnig líðan fólks með asma eða frjókornaofnæmi. Svo eru önnur sem bæta jafnvel um betur og nýtast sem borð!

Skoðaðu lofthreinsitæki

Hentug þvottaaðstaða

Þar sem stór fjölskylda býr er yfirleitt mikill þvottur og þá um leið minna pláss til að sinna honum. Tæklaðu þvottafjallið í aðstöðu sem býður upp á að flokka, brjóta saman og gott skápapláss. Stutt slá með herðatrjám kemur sér einnig afar vel.

 

Skoðaðu hirslur í þvottahúsið

Glæsileg þvottaaðstaða

CÞað er ekkert sem segir að þvottahús geti ekki verið glæsileg! Nokkrir kassar í stíl á opnum hillum halda svæðinu snyrtilegu, skipulögðu og fallegu. Þurrkgrindur sem eru festar við vegginn fyrir ofan þvottakörfur á hjólum koma í veg fyrir að óreiðan taki yfir þvottahúsið.

Skoðaðu þvottakörfu

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X