Ferskvatn er tæplega 3% af öllu vatni jarðar. Það er ein af ástæðunum fyrir því að IKEA hannar sturtur og blöndunartæki sem nota minna vatn enda vatn ein mikilvægasta auðlind jarðar.

Vatns- og orkusparandi sturtur

Allir sturtuhausar og handsturtur eru með síu sem dregur úr vatnsflæði. Það sparar vatn og orku án þess að hafa áhrif á vatnsþrýstinginn.


Skoðaðu blöndunartæki og aukahluti fyrir sturtur

Sparaðu heita vatnið

Heitt vatn er takmörkuð auðlind á Íslandi og upphitað vatn afar kostnaðarsamt og því eru flest baðherbergisblöndunartækin okkar með kaldavatnsbúnað. Kaldavatnsbúnaður kemur í veg fyrir að heitt vatn fari til spillis og sparar orku. Þegar handfanginu er lyft beint upp rennur aðeins kalt vatn en snúa þarf því til vinstri til að skrúfa frá heita vatninu sem þýðir að heita vatnið rennur aðeins þegar þú þarft á því að halda.


Skoðaðu blöndunartæki fyrir baðherbergið

Minnkaðu álagið

Eins og með önnur eldhúsblöndunartæki þá er sigti í DELSJÖN blöndunartæki sem dregur úr vatnsnotkun án þess að hafa áhrif á flæði. Þetta þýðir að þú getur dregið úr vatnsnotkun og þar með úr álagi á vatnsbirgðir jarðar.


Skoðaðu blöndunartæki fyrir eldhúsið

Vatnssparandi ráð

Með því að þvo í uppþvottavél í stað þess að vaska upp í höndunum sparar þú vatn. Uppvask í höndunum notar allt að þrisvar sinnum meira vatn en uppþvottavél.

 


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X