Þú getur stýrt gardínunum með meðfylgjandi fjarstýringu eða IKEA Home smart appinu (á iOS og Android búnaði) með TRÅDFRI gátt (seld sér). Þú getur einnig stýrt nokkrum gardínum í einu með einni fjarstýringu (sem búið er að para) eða IKEA Home smart appinu.
Með fjarstýringu:
Smelltu á hlekkinn til að skoða leiðbeiningar. Ef þú vilt heldur lesa þær af blaði getur þú fylgt meðfylgjandi samsetningarleiðbeiningum.
Með IKEA Home smart appinu:
Smelltu á hlekkinn til að skoða leiðbeiningar. Ef þú vilt heldur lesa þær af blaði getur þú fylgt meðfylgjandi samsetningarleiðbeiningum. Þegar þú hefur sótt IKEA Home smart appið getur þú fylgt skrefunum í IKEA appinu.
Með fjarstýringu:
Ef þú fylgir leiðbeiningunum getur þú séð um að setja þær upp. Ef þú ert með eina gardínu þá er hún tilbúin til notkunar. Ef þú vilt tengja nokkrar saman þá þarftu fyrst að para þær. Ef þú ert með eina gardínu sem búið er að para þarftu aðeins að setja magnarann í samband, rafhlöðu í fjarstýringuna og setja upp gardínuna. Ráðlagt er að para gardínuna áður en hún er fest upp á vegg eða í loftið. Gott er að leggja gardínuna á borð þegar þú parar hana. Með gardínunni fylgir ein BRAUNIT hleðslurafhlaða. Rafhlaðan er með hleðslu og tilbúin til notkunar.
Með IKEA Home smart appinu:
Nei. Ef þú fylgir leiðbeiningum getur þú séð um að setja þær upp. Settu magnarann í samband, rafhlöðu í fjarstýringuna, tengdu gardínuna við TRÅDFRI gátt, sæktu IKEA appið og settu upp gardínuna. Ef þú vilt stýra nokkrum gardínum á sama tíma er gott að stilla/para gardínurnar áður en þú festir þær við vegginn eða í loftið. Leggðu þær til dæmis á borð á meðan þú parar þær. Gardínunni fylgir ein BRAUNIT hleðslurafhlaða. Rafhlaðan er með hleðslu og tilbúin til notkunar.
Með fjarstýringu. Ein fjarstýring (sem er pöruð) getur stýrt allt að tíu gardínum.
Já, fylgdu þessum skrefum til að para fleiri gardínur.
Þú getur parað allt að tíu gardínur. Athugaðu að ef þú ert með fleiri en eina gardínu gætu þær farið upp og niður á örlítið ólíkum hraða og það er eðlilegt.
Ýttu einu sinni snöggt á hnappinn á fjarstýringunni – gardínurnar fara upp eða niður án þess að stoppa. Ýttu aftur einu sinni til að stöðva þær. Ekki ýta tvisvar eða oftar á hnappinn, það gæti sent gardínunum mörg skilaboð/skipanir.
Fjarstýringin getur stýrt gardínunum úr allt að 10 metra fjarlægð.
Já, þú getur notað límið á veggfestingunni eða fest veggfestinguna með skrúfum.
Þú þarft TRÅDFRI gátt (seld sér) til að nota IKEA Home smart appið. Sæktu appið á Google Play eða App Store, appið er ókeypis. IKEA Home smart appið hjálpar þér að para og bæta við gardínum með ítarlegum leiðbeiningum. Sæktu IKEA Home smart appið fyrir iOS eða Androidhér
Í IKEA Home smart appinu getur þú búið til sömu stillingar fyrir hvern dag.
Með TRÅDFRI gátt og IKEA Home smart appi getur þú stýrt gardínunum hvaðan sem er, svo lengi sem búnaðurinn er tengdur sama WiFi og gáttin. Sum öpp/HomeKit gera þér kleift að stýra tækjum þegar þú ert ekki heima.
Gardínurnar eru þegar paraðar. Ef þú vilt stýra einni gardínu með fjarstýringu þá þarftu ekki að para hana.
Í rafhlöðuhólfinu á fjarstýringunni.
Já, nánari upplýsingar finnur þú í IKEA Home smart appinu.
Já, með IKEA Home smart appinu.
Færðu gardínurnar á æskilega lengd með fjarstýringunni eða hnöppunum á gardínunum. Þegar gardínurnar hafa náð stöðunni ýtir þú tvisvar á upp eða niður hnappinn á gardínunum til að vista stöðuna sem hámarkslengd gardínanna.
Ýttu á báða hnappa gardínunnar á sama tíma í meira en 5 sekúndur.
Gardínunni fylgir hleðslurafhlaða. Eftir notkun tekur um 4-5 klst. að hlaða rafhlöðuna með IKEA hleðslutæki.
Við eðlilega notkun (upp og niður einu sinni á dag) ætti fullhlaðin rafhlaða að endast í fjóra til sex mánuði áður en þörf er á að hlaða hana. Líkt og með aðrar rafhlöður þá minnkar afkastageta með tímanum.
Við eðlilega notkun (upp og niður einu sinni á dag) ætti rafhlaðan að endast í tvö ár. Líkt og með aðrar rafhlöður þá minnkar afkastageta með tímanum.
Þú getur dregið FYRTUR varlega niður. Ef þú vilt draga hana upp þá þarftu að setja rafhlöðuna í hleðslu þar til hún er með nógu mikla hleðslu til að stýra gardínunum. Ráðlegt er að tæma ekki rafhlöðurnar alveg svo þú missir ekki tengingu við fjarstýringuna.
LED ljós blikkar á gardínunum.
Ýttu á báða hnappa gardínunnar á sama tíma í meira en 5 sekúndur.
Ýttu á pörunarhnappinn á fjarstýringunni fjórum sinnum.
Þegar þú vilt bæta gardínum við hópinn.
Magnarinn er nauðsynlegur til að stýra gardínunni (hún virkar ekki án hans). Hann gerir gardínu og fjarstýringu kleift að tengjast. Hann er einnig nauðsynlegur ef þú vilt stýra snjallgardínum með appinu.
Magnarinn er nauðsynlegur til að stýra gardínunni (hún virkar ekki án hans). Hann gerir gardínu og fjarstýringu kleift að tengjast. Hann er einnig nauðsynlegur ef þú vilt stýra snjallgardínum með appinu. Þá þarftu einnig að bæta við TRÅDFRI gátt (seld sér) og sækja IKEA Home smart appið (fyrir iOS og Android).
FYRTUR gardínurnar mínar virka ekki, hvað á ég að gera?
Þegar þú setur magnarann fyrst í samband gæti tekið nokkrar mínútur fyrir hann að virka. Sama gæti gerst þegar hann er tekinn úr sambandi eða rafmagnið fer af.
Ef ekkert gerist eftir nokkrar mínútur, gardínurnar hreyfast ekki og fjarstýringin virkar ekki getur þú fylgt eftirfarandi skrefum:
Skref 1 – Hleðsla og uppsetning.
Skref 2 – Endurstilling.
Skref 3 – Pörun..
Athugaðu hvort rafhlöðurnar í gardínunni og fjarstýringunni séu fullhlaðnar og virki. Skiptu þeim út eða settu þær í hleðslu ef þörf krefur. Gættu þess að rafhlöður og annað snúi rétt og sé á sínum stað.
Athugaðu – ef fjarstýringin virkar ekki gæti verið að gardínan hafi misst tengingu. Ef gardínan virkar ekki eftir skref 1 reyndu þá skref 2 og 3.
Gættu þess að endurstilla fjarstýringuna, magnarann og gardínuna samkvæmt eftirfarandi leiðbeiningum.
Gættu þess að endurstilla fjarstýringuna, magnarann og gardínuna samkvæmt eftirfarandi leiðbeiningum.
Gættu þess að para fjarstýringuna, magnarann og gardínuna samkvæmt eftirfarandi leiðbeiningum.
A. Fyrst þarf að para magnarann
Haltu fjarstýringunni nálægt magnaranum. Ýttu á pörunarhnappinn á fjarstýringunni þar til rautt ljós blikkar og verður svo stöðugt. Það tekur um 10 sekúndur. Hvítt ljós dofnar og blikkar einu sinni þegar pörun er lokið.
B. B. Para fjarstýringu við gardínu
Þegar þú hefur lokið þessum þremur skrefum getur þú líklega stýrt gardínunni aftur. Ef gardínan virkar ekki þá getur þú endurstillt hana og parað aftur.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn