Sældarlíf: Lítil íbúð hönnuð fyrir notalegar stundir
Ef þú ert að minnka við þig þá er tilvalið að innrétta nýja heimilið með vel völdum húsgögnum og dýrgripum sem þú hefur fundið á lífsleiðinni. Þessi litríka íbúð býður upp á nóg af plássi til að njóta matar, fá gesti og lifa lífinu til hins ýtrasta.
Hannaðu
Rétti tónninn
Sófi með hirslu, hliðarborð með stíl – veldu sterka liti sem koma vel út með hentugum húsbúnaði í stofunni. Hér er líflegt rými með litríkum húsgögnum, ólíkum mynstrum og áberandi málningu á veggjum. Í þessari glaðlegu stofu skín í gegn smekkur og persónuleiki íbúanna.
Skoðaðu einingasófa
Viltu sitja eða standa? Þitt er valið
Með blöndu af hillum, hirslum og hækkanlegu skrifborði verður mun auðveldara að vinna við tölvuna. Galleríveggur með innrömmuðum myndum og litríkir smáhlutir færa þessu horni sterkan svip – því þegar það er ekki vinnusvæði þá er það aðstaða fyrir sköpun.
Skoðaðu hækkanleg skrifborð
Miðpunktur heimilisins
Borðstofan er náttúrulegur staður fyrir samveru, fyrir rólega mánudagskvöldverði, matargesti um helgar og jafnvel veislur þegar tilefni gefst til með öllum fallega borðbúnaðinum sem þú hefur safnað að þér í gegnum árin. Borðstofan er tilvalin til að skarta því sem þér þykir fallegt og færa heimilinu persónuleika. What
Skoðaðu borðstofuborð
Sniðugar og snotrar eldhúshirslur
Í litlum íbúðum skiptir hver sentimetri máli, sérstaklega í eldhúsinu. Hér er nóg af hirslum sem geyma allt frá matreiðslubókum og leirtaui að áhöldum og diskaþurrkum –allt á vel skipulagðan hátt og innan handar.
Skoðaðu eldhúsframhliðar
Hreinlega glæsilegt
Eitt er víst, stíll er ekki síst mikilvægur fyrir baðherbergið. Þetta litla og litríka rými er fullt af persónuleika og hentugum lausnum fyrir snyrtivörur, handklæði og þvott. What
Skoðaðu fleiri baðherbergi
Litir alls staðar!
Rautt og gult saman? Af hverju ekki? Litir geta skapað notalegt athvarf fyrir fólk sem vill hafa líflegt í kringum sig. Púðar, gardínur og blómarúmföt bera merki um hvað litaglatt fólk elskar mest.
Skoðaðu gardínur
Skrifstofa eða gestaherbergi? Bæði er betra!
Í þessu hentuga rými fer afar vel um næturgesti. Herbergið býður ekki aðeins upp á næturgistingu heldur einnig aðstöðu fyrir handavinnu og bókhaldið með öllu sem þarf: Litlu skrifborði, nóg af hirslum og sófa sem breytist í þægilegt rúm þegar þörf er á.
Skoðaðu alla sófa
Hannaðu heimili fyrir sældarlíf
Veldu húsbúnað sem passar inn á fallegt heimili
Vantar þig innblástur? Gakktu í bæinn!
Líttu við á öðru heimili
Allt frá stóru líflegu fjölskylduheimili að lítilli stúdíóíbúð fyrir eitt: Heimilin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Veldu heimili og kíktu í heimsókn, hugmyndir og góð ráð leynast víða!
Innanhússhönnuður situr fyrir svörum: Hleyptu litum inn á heimilið!
Hvort sem þú ert óvirkur drappfíkill eða elskar liti og ert að leita að nýjum hugmyndum þá getur innanhússhönnuður IKEA gefið þér nokkur góð ráð.
Hirslur, hirslur alls staðar!
Lítið pláss á heimilinu? Þá þarf að sýna útsjónarsemi! Fjölhæfar, faldar, sýnilegar – við erum með hirslurnar sem þig vantar.