„Mig langar að innrétta heimilið á sjálfbærari hátt, án þess að það verði of kostnaðarsamt. Hvernig fer ég að því?“
Sjálfbær lífsstíll þarf ekki að vera kostnaðarsamur. Það er hægt að innrétta heimilið með fallegum, hlýlegum og litskrúðugum húsbúnaði sem er góður fyrir jörðina og veskið. Við töluðum við innanhússhönnuðinn Chiara Effroi Lutteri um það hvernig hún hannaði heimili sem er nákvæmlega svona: Litríkt, hagnýtt og fullt af valkostum sem hafa minni áhrif – án þess að fara yfir kostnaðaráætlun.
Chiara: Með ánægju! Ég hannaði heimilið fyrir tvö fullorðin systkini, upphaflega tilheyrði íbúðin systurinni svo flutti bróðir hennar inn síðar. Þar sem þetta er tveggja herbergja íbúð urðum við að finna lausn til að gera rýmið byggilegt og það gerðum við fyrir lítinn kostnað. Okkur þótt einnig mikilvægt að sýna að ákvarðanir sem við tökum heimafyrir getur dregið úr neikvæðum áhrifum okkar á jörðina. Þannig að heimilið var innréttað með umhverfisvænu vali fyrir á hagkvæman hátt.
Chiara: Ég trúi því að hvert húsgagn eigi skilið annað tækifæri. Þú getur því selt húsgögnin þín þegar þig langar að breyta til eða gefið þeim smá upplyftingu svo þér líði eins og þau séu ný og spennandi. Litir leika stórt hlutverk á þessum heimili þannig að við lífguðum upp á látlaus húsgögn eins og IVAR og BAGGEBO skápana með einföldu mynstri úr litríku garni. Það er líka gaman að veita ómeðhöndluðum við yfirhalningu með fallegum málningarlit. Í raun eru möguleikarnir á gefa gömlum húsgögnum nýtt líf endalausir.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn