„Mig langar að innrétta heimilið á sjálfbærari hátt, án þess að það verði of kostnaðarsamt. Hvernig fer ég að því?“

 

Sjálfbær lífsstíll þarf ekki að vera kostnaðarsamur. Það er hægt að innrétta heimilið með fallegum, hlýlegum og litskrúðugum húsbúnaði sem er góður fyrir jörðina og veskið. Við töluðum við innanhússhönnuðinn Chiara Effroi Lutteri um það hvernig hún hannaði heimili sem er nákvæmlega svona: Litríkt, hagnýtt og fullt af valkostum sem hafa minni áhrif – án þess að fara yfir kostnaðaráætlun.

Hæ Chiara! Getur þú sagt okkur aðeins hugsunina að baki heimilisins?

Chiara: Með ánægju! Ég hannaði heimilið fyrir tvö fullorðin systkini, upphaflega tilheyrði íbúðin systurinni svo flutti bróðir hennar inn síðar. Þar sem þetta er tveggja herbergja íbúð urðum við að finna lausn til að gera rýmið byggilegt og það gerðum við fyrir lítinn kostnað. Okkur þótt einnig mikilvægt að sýna að ákvarðanir sem við tökum heimafyrir getur dregið úr neikvæðum áhrifum okkar á jörðina. Þannig að heimilið var innréttað með umhverfisvænu vali fyrir á hagkvæman hátt.

Hvernig tókst þér að gera allt þetta á einu heimili?

Chiara: Á þessu heimili hugsuðum við virkni og húsgögn á mismunandi hátt, skoðuðum hvernig við gátum fundið einfaldar leiðir til að bæta við það sem var til fyrir í stað þess að skipta því út með nýjum hlutum. Í stað þess að kaupa til dæmis glænýtt rúm, fundu þau BLÅKULLEN bólstraða rúmgrind í umbúðalaust sem einnig er hægt að nota sem sófa ef annað hvort systkinið flytur út. Þau ákváðu að setja saman tvö borð til að búa til lengra og sveigjanlegra borð en ekki kaupa eitt stórt. Við útbjuggum einnig kostnaðarlítið skilrúm með sjálfbærara bómullarefni, sem auðvelt er að opna og loka eftir þörfum.

Þú minntist á umbúðalaust. Getur þú sagt okkur meira frá því?

Chiara: Umhverfisvænasta húsgagnið er það sem er til nú þegar, þannig að velja notuð húsgögn er góð leið til að velja á umhverfisvænni hátt. Mín skoðun er sú að allar verslunarferðir í IKEA ættu að fela í sér skoðurnarferð í umbúðalaust! Þar finnur þú ýmsar vörutegundir – vörur sem eru að hætta í sölu, skilavörur eða sýningarvörur – á niðursettu verði.

Hvaða ráð hefur þú handa þeim sem eru að flytja að heiman?

Chiara: Veldu vörur sem fylgja þér í gegnum fleiri tímabil í lífinu. Fólk talar oft um „góða fjárfestingu“, sem dregur upp mynd af dýrum hlut. Í mínum huga er góð fjárfesting hlutur sem þú notar næstu árin, jafnvel með lágum verðmiða. ENHET línan er nákvæmlega það. Ef þig vantar til dæmis aukahirslur í eldhúsið smellapassa þær inn. Það er einnig auðvelt að taka þær í sundur þegar lífið fer með þig á nýjar slóðir. Við notuðum ENHET eldhús- og baðherbergislínurnar og settum settum opnar hirslur til að auka við hirslurýmið án þess að minnka vinnusvæðið.

Saumamyndirnar á húsgögnunum fóru ekki framhjá okkur. Hvaðan kom hugmyndin?

Chiara: Ég trúi því að hvert húsgagn eigi skilið annað tækifæri. Þú getur því selt húsgögnin þín þegar þig langar að breyta til eða gefið þeim smá upplyftingu svo þér líði eins og þau séu ný og spennandi. Litir leika stórt hlutverk á þessum heimili þannig að við lífguðum upp á látlaus húsgögn eins og IVAR og BAGGEBO skápana með einföldu mynstri úr litríku garni. Það er líka gaman að veita ómeðhöndluðum við yfirhalningu með fallegum málningarlit. Í raun eru möguleikarnir á gefa gömlum húsgögnum nýtt líf endalausir.

IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Skoðaðu öll heimilin


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X