Ímyndaðu þér að stofan sé auður strigi sem þú getur málað með alls kyns litum og ólíkum efnivið, á þann hátt að húsgögnin verði að einni samhljóma heild. Hvítur bakgrunnur leyfir litunum og náttúrulegum viðarhúsgögnunum að njóta sín.
STOCKHOLM 2025

Sterkir litir í stíl við þinn persónuleika

Mismunandi blæbrigði af sama litnum geta skapað kraftmikil áhrif. Gott dæmi um það eru STOCKHOLM teppið og gólfpúðinn sem eru í ólíkum bláum litum og ekki með sömu áferð. Svarthvít motta úr 100% ull rammar húsgögnin vel inn.

Skoðaðu STOCKHOLM 2025 línuna
STOCKHOLM 2025
STOCKHOLM 2025

Rými fyrir það sem þér þykir fallegt

Veldu efnivið og liti sem þér líkar best.
STOCKHOLM 2025

Fjölbreyttur efniviður og ólíkir litir

Vörurnar í STOCKHOLM 2025 línunni hafa allar sinn karakter. Hvort sem þær eru úr furu, gleri, eða flaueli blandast þær fallega saman. Raðaðu saman skrautmunum og húsgögnum sem höfða til þín.

Smá skandinavískt er alltaf góð hugmynd

Ljós viður og hlutlausir litatónar eru snillingar í að leyfa sterkum litum að njóta sín. Reyrskápurinn, hægindastóllinn með fléttuðum hör og viðarborðið eru öll í svipuðum litum en með ólíka áferð – og eru einmitt í sígildum skandinavískum stíl.

Skoðaðu STOCKHOLM 2025 línuna
STOCKHOLM 2025
STOCKHOLM 2025

Vertu þinn litasmiður

Blandaðu saman litum sem þér þykja fallegir – það getur varla klikkað.

Listaverk eða stóll?

Sumar STOCKHOLM 2025 vörurnar gætu næstum verið fallegir skúlptúrar. Til dæmis þessi stóll úr gegnheilum við sem hefur verið sveigður með gufu í þetta fallega form sem gerir hann einstakan og endingargóðan. Dreymir þig um skúlptúr sem hægt er að sitja á?

 

STOCKHOLM 2025

Skreytingar og færanleg húsgögn

Vertu með bækur, drykki og tímarit við höndina hvar sem er á heimilinu – lítið og létt hliðarborð er auðvelt að færa til. Furuspónn í tveimur litum fer vel við fallega skrautmuni. Einnig er hliðarborð á hjólum alltaf sniðugt.

Skoðaðu STOCKHOLM 2025 línuna
STOCKHOLM 2025
STOCKHOLM 2025

Fallegir í sitthvoru lagi – og saman!

Skrautmunir úr ólíkum efnivið

Gler og látún lífga upp á heimilið

Langt sófaborð úr gegnheilli furu er fullkominn staður fyrir fallega skrautmuni, svo sem látúnshúðaða kertastjaka og munnblásna glermuni í fallegum litum.
STOCKHOLM 2025
STOCKHOLM 2025

Fegurð með tilgang

Það er ekki að ástæðulausu að stofan er oft helsti samkomustaður heimilisins. Sýndu þinn stíl með þeim STOCKHOLM 2025 vörum sem höfða best til þín. Þannig getur þú hámarkað fegurð stofunnar.
STOCKHOLM 2025
STOCKHOLM 2025

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X