Þessi stofa er eingöngu innréttuð með húsbúnaði úr nýjustu STOCKHOLM vörulínunni. Hágæða efniviður, glæsileg hönnun og falleg smáatriði einkenna rýmið þar sem skandinavísk fagurfræði mætir japönskum mínimalisma.
STOCKHOLM 2025

Vefnaðarvara undirstrikar náttúrulegt andrúmsloftið

STOCKHOLM 2025 vörulínan er óður til náttúrulegs efniviðar og áberandi mynstra. Fyrir framan stílhreinan sófann er motta, handofin úr 100% ull, og gólfpúði með jacquard-ofnu áklæði – mynstrið og litirnir minna á langar göngur í sænskum skógum.

Skoðaðu STOCKHOLM 2025 línuna
STOCKHOLM 2025
STOCKHOLM 2025
STOCKHOLM 2025

Tímalaus hönnun sem er komin til að vera

Bekkurinn er úr gegnheilli furu og sessan er klædd með hágæðaleðri. Hann hefur létt yfirbragð og þægilegt er að tylla sér á hann. Bættu við teppi í sterkum lit eða svarthvítum púða og þá getur hann hæglega orðið þinn uppáhaldsstaður.

 

Mínimalismi af besta tagi

Ert þú þeirrar skoðunar að allt sé gott í hófi?

Tjáning með vel völdum húsgögnum

Hér mynda beinar línur og ljós viður skápsins mótvægi við ávalar línur svarta stólsins. Glervasinn ásamt látúnslituðum skrautmunum kóróna uppstillinguna – fullkomin blanda af ólíkum hráefnum, litum og formum.
STOCKHOLM 2025
STOCKHOLM 2025
STOCKHOLM 2025

Loftljós sem grípur augað á óvæntan hátt

Þegar Nike Karlsson hannaði STOCKHOLM 2025 loftljósið úr gleri lagði hann áherslu á einfaldleika, sem er eitt af einkennum skandinavískrar hönnunar. Loftljósið minnir á kristalsljósakrónu og þegar slökkt er á ljósaperunni endurkasta glerhólkarnir dagsbirtunni fallega um rýmið.

 

Skoðaðu STOCKHOLM 2025 línuna

Skoðaðu STOCKHOLM 2025 línuna

Skandinavísk hirsla

Skápur með fallegum eikarspóni tónar fallega við grófan vegginn. Fullkominn staður fyrir hvað sem þú þarft að geyma og tónar vel við hin húsgögnin. Ef þú lítur nær sést látúnslitaður lykill sem færir honum karakter.
STOCKHOLM 2025
STOCKHOLM 2025

Skógarganga heima í stofu

Þú finnur fallegar vörur með mynstri og litum úr skóginum í STOCKHOLM 2025 línunni.

Látlausir litatónar og skærlit mynstur

Náttúran er rauður þráður í gegnum alla STOCKHOLM 2025 vörulínuna. Efniviður, lögun og litir vinna saman og mynda sterka heild. Gegnheill viður ásamt skógarmynstri skapar róandi yfirbragð og uppröðun húsgagnanna virkar bæði áreynslulaus og vandlega úthugsuð.

Skoðaðu STOCKHOLM 2025 línuna
STOCKHOLM 2025
STOCKHOLM 2025

Mjúk form og látlausir litatónar

Róandi og afslappað andrúmsloft á sænskan máta

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X