Gæðastundir: Látlaust fjölskylduheimili
Látlaust heimili fyrir notalegt og einfalt fjölskyldulíf. Fjögurra manna fjölskylda býr í íbúð þar
sem snjallar lausnir í bland við endingargóð húsgögn mynda heimili sem rúmar gæðastundir,
bæði í félagsskap og einrúmi.
Allrahandaeldhús
Sterkbyggður húsbúnaður er áberandi í þessu líflega eldhúsi, hvort sem það eru skurðarbretti eða eldhússtólar. Tvö borð búa til pláss fyrir alls konar verkefni og ólík tilefni; heimavinnu, spil eða matarundirbúning. Hér getur ýmislegt gerst og jafnvel allt á sama tíma.
Skoðaðu eldhúsið betur
Stofa fyrir hið ljúfa líf
Fætur upp í sófa? Láttu það eftir þér! Laust sófaáklæði sem má fara í þvottavél getur gert heimilislífið mun afslappaðra. Spil og bækur eru innan handar í þessari notalegu stofu og því er yfirleitt stutt í gleðina.
Skoðaðu sófa og sófaáklæði
Staður fyrir fjölskylduhefðir
Frábær leið til að skapa fjölskylduhefð er að finna eitthvað sem allir meðlimir fjölskyldunnar hafa áhuga á. Uppstillingin á stofunni er fullkomin fyrir kvikmyndakvöld. Nytsamlegt bakkaborð fyrir snarl, notaleg teppi í körfu og afþreyingarefni í skúffunni í sjónvarpsbekknum.
Skoðaðu sjónvarpsbekki
Róandi litir fyrir verðskuldað foreldrafrí
Hjónaherbergið er búið því sem þau þurfa. Húsbúnaður úr náttúrulegum efnum er í sérstöku uppáhaldi enda skapar hann róandi yfirbragð. Bambussloftljós, viðarrúmgrind, motta úr sjávargrasi og bómullarrúmföt mynda einfalt og notalegt rými ásamt lokuðum fataskáp sem heldur eigum þeirra földum og skipulögðum.
Veldu náttúrulegra efni
Svefnherbergi fyrir vellíðan og næði
Hvort sem börnin eru rétt að hefja skólagöngu eða komin á táningsárin þá er hægt að útbúa svefnherbergi sem vex með þeim. Í báðum barnaherbergjum eru stór húsgögn sem þola tímans tönn þar sem litlu hlutirnir (sem má skipta út eftir því sem krakkarnir eldast) gera þeim kleift að sinna áhugamálunum í rými sem er algjörlega þeirra.
Skoðaðu herbergin betur
Baðherbergi sem sinnir grunnþörfunum
Látlaus lífsstíl snýst um að vera vandlátur, ekki að fórna hlutum. Þetta viðhorf er gegnumgangandi á heimilinu en sést þó kannski best á baðherberginu þar sem snyrtivörurnar eru í lágmarki og skúffurnar vel skipulagðar með sniðugum smáhirslum.
Skoðaðu aukahluti fyrir baðherbergið
Forstofa fyrir fjölskylduflæðið
Það fer ekki fram hjá neinum sem stígur inn í forstofuna að þetta heimili setur fjölskyldulífið í forgang. Langt og þröngt rými hlúir að hirsluþörfum fjölskyldunnar með snögum, slám, bekkjum og skóskápum sem þjóna sínu hlutverki í að einfalda aðgengi að umheiminum.
Skoðaðu snaga
IKEA hönnuður situr fyrir svörum: Náttúrulegra heimili
Vilt þú vera meðvitaðri um úr hverju húsgögnin þín eru? Lærðu frá innanhússhönnuði IKEA um verðmæti þess að fjárfesta í náttúrulegu efni.
Tengistöð fjölskyldunnar – eldhús með meiru
Líttu við í fjölskyldueldhúsi sem tekur að sér flest verkefni og örsjaldan pásu.
Svefnherbergi sem býður upp á næði
Við þurfum öll á næði að halda. Hér er heimili sem setur frið og einkalíf í forgang með svefnherbergjum sem eru hönnuð til að endurnæra líkama og sál.