Góð blanda: Samruni heimila
Þau hittust, urðu ástfangin og ákváðu svo að sameina líf sitt, fjölskyldu og heimili. Par ásamt fjórum börnum og heittelskuðum hundi gerðu sér heimili sem er algjörlega þeirra, heimili þar sem allir meðlimir fjölskyldunnar fá að njóta sín, saman og í sitthvoru lagi.
Hlýlegar móttökur
Stórir gluggar hleypa inn góðri náttúrulegri birtu, plöntunum til mikillar gleði, og færa stofunni hlýlegan ljóma – tilvalið rými fyrir rólegt eftirmiðdegi með góðri bók eða fjöruga fjölskyldustund með skemmtilegu borðspili.
Skoðaðu sófaborð
Með ást á list
Þau eru bæði miklir listunnendur og þeirra uppáhaldsverkefni við að innrétta heimilið var að sameina listaverkin og stilla þeim upp. Í stofunni er heill veggur tileinkaður listinni og lýsir þeim einstaklega vel: Tveir ólíkir persónuleikar sem mynda fallegt heimili þegar þeir sameinast.
Skoðaðu ramma og aðrar veggskreytingar
Allir saman nú!
Hér býr stór fjölskylda með ástríðu fyrir mat og gleði. Stórt borðstofuborð veitir aðstöðu fyrir bæði, hvort sem það er laugardagsmorgunverður með risa stöflum af pönnukökum, spurningaleikir á föstudagskvöldum eða pálínuboð með vinum.
Skoðaðu borðstofuborð
Eldhús þar sem öll leggja hönd á plóg
Þegar þau voru á höttunum eftir íbúð þá var stórt eldhús efst á óskalistanum. Skápar og skúffur geyma allt sem þarf en snagar og slár koma sér vel fyrir smærri hluti sem gott er að hafa innan handar. Eldri börnin hjálpa til og hjólavagnar með pennum, blöðum og leikföngum halda þeim yngri uppteknum.
Skoðaðu hjólavagna
Djúpur og nauðsynlegur svefn
Á heimilinu er sjaldan lognmolla og að ýmsu að huga, hvort sem það eru börnin eða heimilisverkin. Foreldrarnir setja því góðan svefn í algjöran forgang. Svefnherbergið er í dökkum lit og með róandi yfirbragð. Þar er skrifborð og inn af herberginu er baðherbergi þar sem þa geta tekið forskot á daginn áður en krakkarnir fara á fætur.
Skoðaðu rúmföt
Einkarými fyrir einkalíf táningsins
Á táningsárunum eykst þörfin fyrir næði með hverjum deginum. Svefnherbergi táningsstúlkunnar sem hér býr er orðið að athvarfi fyrir listina, þar sem hún situr við skrifborðið og vinnur að handriti fyrir skólaleikrit eða eyðir klukkutímum í að finna rétta klæðnaðinn fyrir vinahittinginn.
Skoðaðu skrifborð
Álíka ólíkir
Tvíburarnir deila herbergi sem kemur til með að henta þeim í nokkur ár. Þó þeir séu enn litlir þá eru persónuleikar þeirra áberandi ólíkir eins og sjá má á ólíkum leikföngum, vefnaðarvörum og húsgögnum.
Skoðaðu vefnaðarvörur fyrir barnaherbergið
Endurnærandi griðastaður
Við höfum öll þörf fyrir næði af og til og því nauðsynlegt að skapa aðstöðu til þess. Sjáðu hvernig sex manna fjölskyldu hefur tekist að koma sér þægilega fyrir á heimili þar sem allir fá að njóta sín, saman og í sitthvoru lagi
Röð og regla á stóru heimili
Á flestum heimilum eru rými þar sem er mikill umgangur, þar skiptir skipulag öllu máli! Stígðu inn á heimili þar sem gott skipulag á fjölförnum svæðum auðveldar líf allra sex fjölskyldumeðlima.
Innanhússhönnuður situr fyrir svörum: Heimili sameinuð með glæsibrag
Það getur verið áskorun að gera eitt heimili úr tveimur. Hvað virkar saman og hvað ekki? Sjáðu hvernig er hægt að blanda saman hlutum frá ólíkum heimilum og skapa nýjan og fallegan stíl.