Einbúi: Lítil og hagstæð íbúð
Hér er heimili ferðalangs sem hefur nýlega fundið sér varanlegt heimilisfang eftir nokkur ár á flakki um heiminn. Þessi ákvörðun veitti háni öryggistilfinningu og þægindi en reyndi einnig á aðlögunarhæfnina enda fjárhagur og pláss af skornum skammti. Þó hefur háni tekist að skapa sér hentugt, bjart og notalegt heimili sem rúmar auðveldlega vinnu, félagslíf og áhugamál.
Fjárfestu í góðum svefni
Eftir ófáar nætur á sófum hjá hinum og þessum var gott rúm efst á forgangslista sem þýddi að hán þurfti að spara og vanda valið þegar kom að öðru á heimilinu. Það er þó vel þess virði því á hverju kvöldi skríður hán upp í rúm og fyllist um leið vellíðan.
Skoðaðu bólstruð rúm
Notaleg og hlýleg stofa
Hvort sem það er kvöldstund með skólafélögum að kryfja prófið sem þau tóku fyrr um daginn eða gæðastund með bók þá getur einingasófi aðlagast að öllum aðstæðum. Með því að bæta við list, teppum og púðum verður til rými sem endurspeglar persónuleika háns fullkomlega: Hlýlegt og opið.
Skoðaðu sófaeiningar
Allt uppi á borði
Vinnudegi nemandans lýkur aldrei og því nauðsynlegt að taka frá tíma fyrir vinina, til dæmis með því að bjóða þeim í mat. Borð ásamt bekk og stólum auðvelda háni að halda matarboð og langar hillur fyrir pensla og önnur áhöld gera háni kleift að leyfa sköpunarkraftinum að brjótast fram.
Skoðaðu borðstofuborð
Lítið eldhús
Í litla eldhúsinu má finna allt sem þarf en þó vantaði helst aðeins meira pláss. Með því að bæta við hjólavagni var þörfinni svarað með færanlegu vinnuborði og aukahirslu.
Skoðaðu eldhúseyjur og hjólavagna
Lítið og snyrtilegt baðherbergi
Veggirnir á baðherberginu eru fullnýttir með lokuðum og opnum hirslum og með úthugsuðum tilfærslum er einnig pláss fyrir þvottavél og þvottahengi. Það sýnir bara og sannar að jafnvel þó rými og peningar séu af skornum skammti þá er alltaf hægt að finna lausnir sem létta þér lífið!
Skoðaðu hirslur á baðherbergið
Nóg pláss: Hirslur sem fullnýta rýmið
Þó þú búir í lítilli íbúð þýðir það ekki að þú getir ekki átt hluti sem þér þykir vænt um. Líttu við í stúdíóíbúð sem nýtir hvern krók og kima á snjallan hátt.
IKEA hönnuður situr fyrir svörum: Hvítt og hlýlegt heimili
Elskar þú hugmyndina að eiga hvítt heimili en vilt líka hafa það hlýlegt? Skoðaðu nokkur ráð til að gera heimilið notalegt, jafnvel þó lítið sé um liti. Skoðaðu
Líttu við á öðru heimili
Allt frá stóru líflegu fjölskylduheimili að lítilli stúdíóíbúð fyrir eitt: Heimilin eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Veldu heimili og kíktu í heimsókn, hugmyndir og góð ráð leynast víða!