Við hjá IKEA erum á vegferð að kolefnishlutleysi fyrir árið 2030 og viljum gera heilsusamlegan og sjálfbærari lífsstíl aðgengilegan með góðu verði og hagnýtum vörum. Við erum að endurskoða hvernig við gerum hlutina, allt frá því hvernig og hvaðan efnin eru fengin að því hvernig vörurnar eru hannaðar, fluttar, seldar og að lokum endurunnar. Stórum breytingum fylgja áskoranir og tækifæri um leið, en við höfum nú þegar náð ýmsum markmiðum sem stuðla að því að gera daglegt líf þægilegra fyrir fólk og jörðina.

Byrjum á byrjuninni

Grunnurinn að því að verða hringrásarfyrirtæki hefst í vöruþróunarferlinu. Hver vara á að vera hönnuð til að hægt sé að endurnota hana, gera upp, endurframleiða og að lokum endurvinna. Nú þegar höfum við lagt mat á fleiri en 9.000 vörur til að skoða hringrásarmöguleika þeirra, til að fá skýrari mynd af því hvar við stöndum. Næsta skref er að setja allar vörur í sama ferli.

Afskurður gærdagsins er motta morgundagsins

TÅNUM mottan er handunnin úr afskurði frá bómullarframleiðslu IKEA, sem hefði annars verið fargað. Fyrir utan það að endurnýta úrgang, þá þýðir það líka að engar tvær mottur eru nákvæmlega eins!

Sjálfbærara val á góðu verði

Heimsókn í IKEA verslunina er ekki fullkomnuð ef þú sleppur því að fara í umbúðalaust. Þar finnur þú skilavörur, sýningarvörur og vörur sem eru að hætta í sölu á lækkuðu verði. Við erum ákveðin í að veita hverjum hlut sem við framleiðum eins langt og nytsamlegt líf og mögulegt er; þetta er ein af leiðunum til að gera það mögulegt.
 

Lestu meira um sjálfbærni

Vistvæn ábending: Veldu notað þar sem þú getur

Ekki gleyma því að umhverfisvænustu húsgögnin eru þau sem eru nú þegar til. Það er ekki aðeins betra fyrir veskið að kaupa skilavöru eða notaða vöru – heldur jörðina líka!

Þrefalt skál fyrir langlífi!

Mikilvægur hluti af því að tryggja langlífi varanna okkar er að hanna vörur sem hægt er að lagfæra, uppfæra og aðlaga til þær henti mismunandi tímabilum í lífi eigandans. Hvort sem það er einingahúsgagn sem hægt er að bæta við, sófaáklæði sem hægt er að taka alveg af eða hafa staðlaða hluti til að það sé auðveldara að laga þá eða skipta hluta af þeim út, við leitum stöðugt að nýjum leiðum til að veita vörunum okkar langt (og gagnlegt!) líf.

Gerðu það að þínu með ENHET línunni

Þú getur ekki aðeins bætt við einingum þegar þú þarft á þeim að halda, það er einnig auðvelt að taka ENHET baðherbergi í sundur og flytja með þér þangað sem lífið leiðir þig!
 

Skoða ENHET línuna

Veittu FRAKTA nýja lífsýn

Frá verslunarpoka að þvottakörfu að blómapotti. Það mætti halda að það sé ekkert sem FRAKTA pokinn getur ekki gert!

Skoðaðu öll heimilin


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X