Stíll og sniðugar lausnir einkenna rýmið sem eitt sinn var barnaherbergi en hefur smám saman þróast yfir í unglingaherbergi. Herbergið er vel skipulagt og skipt upp í svæði til að það nýtist sem best.

Yfirsýn, aðgengi og innblástur

SKÅDIS hirslutaflan er kannski einföld en hún er ótrúlega gagnleg. Hún heldur utan um efnivið, tæki og tól en er líka tilvalin sem hugmyndabanki. MULIG fataslá kemur sér vel og nýtist til dæmis fyrir lokafrágang í saumaverkefnum.

Skoðaðu fataslár

Langtímaminnistafla

Barnaherbergið tekur ótrúlegum stakkaskiptum frá æsku til unglingsára. Fáir hlutir breytast þó eins auðveldlega og skemmtilega eins og samsetningin á minnistöflunum. Ekki skemmir fyrir að við og við bætast nýjir aukahlutir í úrvalið eins og klemmur og ílát í spennandi litum.

Skoðaðu SKÅDIS

Gjugg í borg!

ALEX línan auðveldar þér að færa þig á milli verkefna og skipta um gír. Settu hlutina sem þú notar ekki í hirslu og rúllaðu henni úr augsýn – svo birtist hún fyrirvaralaust þegar þú þarft á henni að halda.

 

Skoðaðu skúffueiningar fyrir heimili

Skoðaðu skúffueiningar fyrir heimili

Einfaldaðu skipulagið

Þinn helsti stuðningsaðili

Þegar rýmið er notað í ýmis verkefni þá er KALLAX hillueiningin þér til halds og trausts. Hér er hún notuð sem skilrúm til að afmarka rúmið en það sem gerir hana svo sniðuga er að þú getur notað hana frá báðum hliðum. Raðaðu í hana hlutum sem henta – eins og bókum, tímaritahirslum eða skrautmunum.

 

Skoðaðu skilrúm

Skoðaðu skilrúm

Úr einu í annað

Vel búið skrifborð kemur sér vel en það eru margir klukkutímar í einum degi. Gardínur sem skilrúm gegna veigamiklu hlutverki, dragðu frá þegar þú vilt horfa á þátt í tölvunni og dragðu svo aftur fyrir til að koma þér í ró á augabragði.

 

Skoðaðu fartölvustanda

Skoðaðu fartölvustanda

Sniðug lausn handan við hornið

Minnistöflur koma sér vel við skrifborð en þær bjóða upp á fleiri möguleika. Þær eru merkilega fjölhæfar og nýtast á flestum svæðum herbergisins. Þær geta geymt aukahluti við rúmið, snyrtivörur, lesljós og fleira sem þú einfaldlega smellir á sinn stað. Til dæmis hentugan NÄVLINGE ljóskastara með klemmu.

Skoðaðu skrifborðs- og klemmulampa

Sniðið að þér

Skrifborðið er notað fyrir fatasaum, nám og margt fleira og því er herbergið hannað með flæði í huga.Rýmið er vel skipulagt og deilt niður í svæði þannig að rúmið fær sitt andrými. Sköpunarkrafturinn flæðir betur með snyrtilegu skipulagi og það er auðveldara og fljótlegra að rýma til fyrir æfingar á borð við jóga.

 

Skoðaðu skrifborðsstóla

Skoðaðu skrifborðsstóla

Steldu stílnum

Skoðaðu heimaskrifstofur í ólíkum stíl- og verðflokkum

 

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X