Hér er lítil borðstofa með sveitasjarma sem er í raun hluti af eldhúsinu. Það er ekki mikið pláss þar en með nokkrum sniðugum lausnum eins og hjólavagni verða möguleikarnir endalausir. Hún er afslöppuð og ósvikin með áherslu á lífið frekar en fullkomnun.

Einfalt aðgengi fyrir öll

HAUGA skápur býður upp á gott hirslupláss þar sem þú getur geymt hluti sem þú notar oft á efri hillum. Hlutirnir sem börnin eiga koma sér vel í skápnum þar sem þau geta nálgast þá auðveldlega. LEN kassar í rauðmáluðum PERJOHAN kolli með hirslu færa nokkrum mjúkdýrum heimili.

Skoðaðu skápa

Þrjár aukahillur sem þú getur fært á milli staða

RÅSKOG hjólavagn færir þér aukahirslupláss þar sem þú þarft á því að halda í eldhúsinu. Það er auðvelt að færa hann til og því ertu alltaf með það sem þú þarft innan handar. Stærðin og stíllinn gera hann að fullkominni lausn fyrir þessa litlu borðstofu.

 

Skoðaðu hjólavagna

Skoðaðu hjólavagna

Ekkert lát á ílátum

Rétta andrúmsloftið með lýsingu og hljóði

Það er auðvelt að skapa kaffihúsastemningu með sígildum SKURUP ljóskösturum og VAPPEBY ferðahátalara. Ljósið endurkastast af veggnum á meðan hátalarinn spilar nostalgíska tónlist. Ljóskastararnir eru mjög hentugir þar sem þú getur fært þá auðveldlega til og skermurinn og armurinn eru sveigjanlegir og því er auðvelt fyrir þig að stilla lýsinguna þannig að hún henti þínum þörfum.

 

Skoðaðu lampa

Skoðaðu lampa

Auðveldari máltíðir fyrir öll

Stundum er dekkað borð eins og klippt úr tímariti. Ekki þetta þó. Borðið er ótilgerðarlegt, skemmtilegt og hentugt fyrir alla fjölskylduna. Litríki og þægilegi KALAS borðbúnaðurinn er við hlið SANDSKÄDDA diska í mildum tónum með handgerðum eiginleikum. Fullkomlega ófullkomin blanda!

Skoðaðu borðbúnað

Fleiri möguleikar fyrir borðið

Ósvikin, hentug og rúmar alla fjölskylduna

HÄGERNÄS borðstofusettið með borði og fjórum stólum er tilvalið fyrir minni borðstofur. Húsgögnin eru úr gegnheilli furu í sígildum stíl sem smellpassar í rýmið. AGAM barnastóll með hefðbundnu yfirbragði auðveldar yngstu fjölskyldumeðlimunum að sitja við sama borð. Hentugt og tilgerðarlaust með einföldu og ósviknu yfirbragði sem virkar fyrir alla fjölskylduna.

 

Skoðaðu borðstofusett

Skoðaðu borðstofusett

Steldu stílnum


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X