Dreymir þig um mínimalískt svefnherbergi í Japandi-stíl með vel skipulögðum fataskápum? Lykillinn er að gefa öllum hlutum sitt pláss svo þeir dreifist ekki út um allt rýmið. Haltu aðeins fötum og hlutum sem þér líkar við og gefðu þeim sinn stað. Hér færa róandi litatónar og skipulagðar hirslur svefnherberginu Zen-legt yfirbragð.

Hafðu allt á sama stað

Hafðu allt sem þú þarft til að koma þér í fötin á sama stað. Raðaðu saman skápum, eins og þessum PAX fataskápum, svo þeir passi í rýmið sem þú hefur. Þeir auðvelda þér að halda utan um uppáhaldsflíkurnar og hafa umhverfið í kringum rúmið snyrtilegt og þægilegt – og þá er engin óreiða til að hafa áhyggjur af þegar þú ferð í háttinn.

 

Skoðaðu PAX fataskápa

Skoðaðu PAX fataskápa

Gott aðgengi

Gerðu daglegum nauðsynjum eins og förðunarvörum, hársnyrtivörum og aukahlutum hátt undir höfði með því að raða þeim upp á snyrtilegan hátt í litlum kössum og opnum hillum. Það er ekki bara upp á útlitið – opnar hirslur veita þér gott aðgengi að því sem þú notar oft – og auðvelda þér að ganga frá því eftir notkun.

 

Skoðaðu smáhirslur

Skoðaðu smáhirslur

Kassar og körfur sem koma skipulaginu á hærra plan

Gott innra skipulag

Aðlagaðu PAX fataskápinn að þínum þörfum með KOMPLEMENT innvolsi. Skúffur og hillur hjálpa þér að nýta skápaplássið sem best á meðan skipulagsvörur fyrir skúffur sjá um smáhlutina. Með innvolsi sem er sérsniðið að mismunandi fatnaði og fylgihlutum er einfalt að finna öllu sinn stað – og auðvelda þér lífið.

Skoðaðu allt innvols í PAX

Fyrir þína innri ró

Ef þú þarft þægilegan stað til að skrifa bréf, rita í dagbók eða jafnvel að setja upp saumavélina til að sauma nýjan sparikjól, þá er þetta skrifborð tilbúið til starfa.Færðu hvítu borðinu mýkt með stól með ljósu áklæði og stílhreinum aukahlutum til að viðhalda afslöppuðum Japandi-stílnum í öllu svefnherberginu.

 

Sjá öll skrifborð

Sjá öll skrifborð

Dúnmjúkar vefnaðarvörur

Gerðu rúmið enn þægilegra með mjúkum vefnaðarvörum í hlutlausum litum sem halda stílnum snyrtilegum og mínimalískum. Púðar í rústrauðum og bleikum litatónum færa rýminu dýpt og áþreifanleika á jarðbundinn hátt. Ljós motta með mjúkum blönduðum vefnaði fer vel með fæturna.

Skoðaðu rúmföt

Búðu um gluggann fyrir dag og nótt

Það er alltaf hægt að sjá eitthvað í þessum glugga, hvort sem gardínurnar er dregnar frá eða fyrir. Þegar þú færð stund fyrir þig getur þú sest niður í þægilegan stól með góðan bolla, slakað á og notið útsýnisins. Dragðu myrkvunargardínuna niður til að gera svefnherbergið tilbúið fyrir svefn – sama á hvaða tíma dagsins það er. Hangandi gardínur ramma gluggann inn og færa rýminu mýkt.

 

Skoðaðu gardínur

Skoðaðu gardínur

Njóttu þess að hreiðra um þig í Japandi-stíl

Þegar snyrtiaðstaðan og fatahirslan eru orðnar snyrtilegar verður andrúmsloftið notalegra. Miðpunktur svefnherbergisins er uppábúið rúmið – kærkomið athvarf í lok dags. Rúmföt í ljósum lit, ásamt smá skvettu af fallegum hlýlegum litum, falla vel að stílnum.

 

Skoðaðu bólstruð rúm

Skoðaðu bólstruð rúm

Steldu stílnum


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X