Bjart baðherbergi í Hamptons-stíl með frískandi bláum og hvítum litum ásamt ljósum við. Hér er hagnýtt og vel skipulagt HEMNES baðherbergi sem býður upp á þægindi með sígildum og fallegum húsgögnum.

Komdu skipulagi á skúffurnar

Ef þú vilt ljóst og létt baðherbergi þarftu gott skipulag. Geymdu handklæði í háum skáp, notaðu körfur fyrir stærri hluti og raðaðu minni hlutum í skúffu með skipulagsvörum. Vantar stað til að tylla sér eða aukapláss til að leggja hluti frá sér? Bættu við STOREDAMM bekk!

Skoðaðu aukahluti fyrir baðherbergi

Sígilt og sjarmerandi

Bættu hlýlegum hlutum við stílhrein baðherbergishúsgögn. ÅLTJÄRN settið býr yfir retro-yfirbragði sem kemur einstaklega vel út við hlið rúnnaðrar VÄSTERSJÖN handlaugar. FRIHULT veggljós úr málmi og gleri færir þig aftur í tímann og skapar sígilt útlit.

Frískaðu upp á baðherbergisvefnaðinn

Leyfðu þreytunni að líða úr þér í notalegu baði, dragðu sturtuhengið fyrir og slakaðu á. Gríptu svo mjúkt GULVIAL handklæði og stígðu á þægilega baðmottu (inniskór halda fótunum hlýjum á meðan þú þerrar þig). Góðar vefnaðarvörur færa þér lúxus á hverjum degi.

 

Skoðaðu vefnaðarvöru fyrir baðherbergi

Skoðaðu vefnaðarvöru fyrir baðherbergi

Afslappað baðherbergi með sígildu yfirbragði

Þetta litla baðherbergi er innblásið af svokölluðum Hamptons-stíl – með sígildri blöndu af mildum pastellitum, viðaráferð og frískandi strandþema. HEMNES baðherbergishúsgögn búa yfir hefðbundnu yfirbragði og bjóða upp á sniðugt hirslupláss (stór spegill er algjör bónus).

 


Steldu stílnum


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X