Sniðugar hirslur koma reiðu á stofuna og skapa þannig afslappað andrúmsloft. Sveigjanleg eða fjölhæf húsgögn eins og svefnsófi nýta plássið til hins ýtrasta. Jarðtónar og náttúruleg hráefni skapa hlýlega og notalega stemningu.

Húsgögn sem virka einnig fyrir næturnar

Fjölhæf húsgögn koma sér vel þegar plássið er af skornum skammti. Eins og SKÖNABÄCK svefnsófinn. Hann er tveggja sæta en þú getur stækkað hann til að búa til aukasæti eða breyta honum í rúm. Hann er meira að segja með hirslu fyrir rúmföt. SAMBORD lampinn er bæði lesljós fyrir þig og náttljós fyrir næturgestinn.

Skoðaðu svefnsófa

Borð sem spara pláss

Þú getur lagað SONULT innskotsborðin eftir þínum þörfum. Það má nota þau í sitthvoru lagi eða setja þau saman ef þú vilt stærra borð. Þegar þú þarft ekki á lægra borðinu að halda getur þú ýtt því undir hærra borðið til að spara pláss. Að auki getur þú skipt út fótunum ef þú vilt breyta um útlit á þeim.

Skoðaðu sófaborð

Fleiri valmöguleikar sem nýta plássið vel

Hreinsaðu loftið

UPPÅTVIND lofthreinsitæki hreinsar skaðleg efni og frjókorn úr loftinu. Handfangið auðveldar þér að færa það á milli rýma ef þú vilt. Það er með þrjár stillingar og ef þú sefur laust þá getur þú valið svefnstillingu. Þá hreinsar það loftið á meðan þú sefur án þess að trufla þig.

 

Skoðaðu lofthreinsitæki

Skoðaðu lofthreinsitæki

Blandaðu saman hirslunum eftir þínu höfði

Þú getur notað EKET línuna til að skapa persónulega hirslu til að geyma og sýna hlutina þína. Hér er blanda af skápum á fótum og vegghirslum sem spara gólfpláss. Áferð gerir mikið fyrir rýmið, hér eru skápar með hnotuáferð og ljósgráblár veggskápur.

Skoðaðu EKET hirslur

Lagað að afslöppun

Stórt og örlítið bogið sæti og rúnnað bak einkenna FROSET hægindastólinn og gera hann þægilegan. Hann er úr eikarspóni í dökkum litatón og kemur því vel út með náttúrulegu hráefni og jarðtónum stofunnar. Bættu við SAMBORD lampa með sveigjanlegum skermi sem auðveldar þér að beina ljósinu á síðurnar á meðan þú lest.

 

Skoðaðu hægindastóla

Skoðaðu hægindastóla

Í réttu ljósi

Með MOALNA gardínum og TREDANSEN myrkvunargardínum stjórnar þú alfarið birtunni sem kemur inn. Þegar þú dregur gardínurnar fyrir hleypir þú birtu inn en skapar þó næði og kemur í veg fyrir glýju á sjónvarpið. Rúllugardínan lokar úti birtu sem kemur sér vel þegar þú ert með næturgesti. Þú getur notað fjarstýringu eða DIRIGERA gátt og IKEA Home smart appið til að stýra henni án þess að standa upp úr sófanum.

 

Skoðaðu snjall- og rafmagnsgardínur

Skoðaðu snjall- og rafmagnsgardínur

Allt plássið sem þú þarft til að spila

Jafnvel lítið skot dugar með þessu hentuga og netta UTVISNING leikjaborði. Það er með snúruskipulagi og sex hæðarstillingum og því getur þú setið í þeirri hæð sem hentar þér – svo er það einnig með hentuga hirslu. LÖPARBANA leikjastóll býður upp á fjölda eiginleika fyrir meiri þægindi. Til að mynda höfuðpúða sem þú getur stillt og hallastillingu sem færir líkamanum virka stöðu á meðan þú spilar.

 

Skoðaðu leikjahúsgögn

Skoðaðu leikjahúsgögn

Sveigjanleg húsgögn stækka lítil rými

Þegar gestirnir kveðja getur þú minnkað húsgögnin og fengið meira pláss. Geymdu rúmföt undir sætinu og breyttu svefnsófanum í tveggja sæta sófa. Þú getur sett annað innskotsborðið undir hitt til að skapa gólfpláss. Jarðtónar og náttúruleg hráefni ásamt hentugum hirslum sjá um að skapa stílinn og notalegt andrúmsloft.

 

Skoðaðu sófa

Skoðaðu sófa

Steldu stílnum


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X