Lífsstíll okkar flestra er nokkuð hraður og því nauðsynlegt að hafa athvarf þar sem þú getur hægt á og tekið þér frí frá umheiminum. Viltu slaka á? Taktu þinn tíma. Viltu skapa fleiri samverustundir með börnunum og góðri bók? Gjörðu svo vel. Hvernig viltu hafa þínar gæðastundir? Láttu það eftir þér. Þetta er þitt herbergi, gerðu það sem þú vilt.

Stundum þarf aðeins smá horn til að gera sér athvarf

Já eða í þessu tilviki horn og GRÅFJÄLLET snyrtiborð. Það passar í lítið rými og kemur vel út nánast hvar sem er þar sem það er sígilt, nútímalegt og stílhreint. Það skapar aðstöðu sem er ætluð þér og þinni velliðan. Bókahilla færir svefnherberginu einnig afslappað yfirbragð, jafnvel þó bækurnar séu sjaldan opnaðar.

Skoðaðu GRÅFJÄLLET línuna

Svefnherbergið er gert fyrir hvíld, ekki bara svefn

Ekki vanmeta hvað bókahilla og góður hægindastóll geta gert. Þú getur fyllt bókahilluna með sögum af öllum stærðum og gerðum og STRANDMON stóll færir þér þægindi sama hversu löng sagan er. Þó sjónvarpið, síminn og tölvuleikirnir reyni að grípa athyglina þá er ótrúlegt hvað góð bók getur gert. Þessi samsetning af bókahillu og hægindastól er einnig besta leiðin til að færa svefnherberginu afslappað andrúmsloft.

 


Hið fullkomna rúm er af öllum stærðum, gerðum og gæðum

Liturinn á lakinu, stífleiki dýnunnar, hæð og þykkt koddans – nefndu það! Það eru ótal kostir og úrvalið mikið en þó þarf ekki að vera flókið að finna rétta rúmið. Taktu þér þinn tíma og spáðu í hvernig þú vilt hafa það. Viltu líka aukahirslu? Bólstrað IDANÄS rúm er með stórar skúffur!

Skoðaðu IDANÄS svefnherbergislínuna

Lok, lok og læs!

Þó þú deilir herbergi þá þarftu ekki að deila öllum hlutunum þínum. Kannski er eitthvað sem þú vilt hafa út af fyrir þig, af öryggis- eða persónulegum ástæðum. SOLSTOL skápalás passar á allar skúffur og skápa. Um leið og hann er kominn á sinn stað þá er aðeins hægt að opna skúffuna eða hurðina með lyklakorti, því sem fylgir með eða öðrum NFC-kortum.

Pláss fyrir hluti og föt í skúffum

Skoðaðu kommóður

Fataskápur sem hefur verið í þróun í yfir 30 ár

PAX fataskápurinn eins og við þekkjum hann birtist fyrst 1992, jafnvel þó útgáfur af bæði nafninu og skápnum sjálfum hafi verið til síðan 1955. Hvernig sem þú reiknar út afmælisdaginn hans þá erum við öll sammála um að hann hafi elst vel. PAX hefur verið betrumbættur, breyttur og nýjum eiginleikum og aukahlutum bætt við næstum á hverju ári. Nú eru nánast endalausar leiðir til að búa til sérsniðna lausn. Til að gera langa sögu stutta: Þessi ár sem PAX hefur verið í þróun gerir hann að fullkominni lausn fyrir þig!

 

Skoðaðu PAX fataskápa

Skoðaðu PAX fataskápa

Fegurðin kemur innan frá

Þú getur sérsniðið skápinn þinn með innvolsi sem hentar þínum þörfum.

Skoðaðu allt innvols í PAX

Það hefur aldrei verið auðveldara að bæta við herbergi

GRÅFJÄLLET skilrúmið veitir næði sem kemur sér vel þegar fólk fer á mismunandi tíma að sofa. Þegar öll eru komin á fætur tekur aðeins nokkrar sekúndur að fella það saman og ganga frá. Það er auðvelt að taka efnið af og skipta því út, eins og við höfum gert hér!

Skoðaðu barnasvæðið

Slökun fyrir líkama og sál

Finnur þú fyrir því? Notaleg litasamsetningin færir svefnherberginu andrúmsloft sem fær þig til að draga djúpt andann og slaka á. Þó er pláss fyrir sköpun og karakter sem gerir það að verkum að hver fjölskyldumeðlimur á sitt uppáhaldshorn en aðalþemað er þó augljóst: Slökun

 


Steldu stílnum

Skoðaðu fjöldann allan af svefnherbergjum í ólíkum stíl- og verðflokkum.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X