Þegar hlýnar í veðri getur pallurinn, garðurinn eða svalirnar allt í einu orðið eins og framlenging á heimilinu – eins konar aukastofa. Við erum með allar helstu sumarvörurnar fyrir þig, svo sem borðbúnað, grilláhöld, fjölbreytt útihúsgögn og vörur fyrir strandferðir og útilegur.

Útihúsgögn í hlýlegum og nútímalegum stíl

NÄMMARÖ útihúsgögnin hjálpa þér að skapa notalegt og samræmt útisvæði þar sem þú getur borðað, slakað á og notið samveru með vinum og fjölskyldu. Tímalaus húsgögnin passa vel hvar sem er og gegnheill akasíuviðurinn færir rýminu hlýju. Ljósar sessur og nútímaleg loftljós færa pallinum eða veröndinni heimilislegt yfirbragð – notaleg framlenging á stofu heimilisins..



  Skoðaðu NÄMMARÖ útihúsgögn

Skoðaðu NÄMMARÖ útihúsgögn

Grillað með góðum gestum

L-laga BÅTSKÄR útieldhús með grilli, borðplötu úr ryðfríu stáli og litlum bar fyrir gesti – fullkomið svæði til að elda og spjalla á sama tíma



  skoðaðu BÅTSKÄR línuna

Skoðaðu BÅTSKÄR línuna

Samvera og góður matur, alla daga

Njóttu þess að borða á svæði þar sem allir hafa sitt sæti, stórir sem smáir, og allt er í sama fallega stílnum. Við erum með útihúsgagnalínur sem innihalda fjölbreyttar einingar svo þú getir haft útisvæðið í samræmdum stíl. Þú getur líka keypt helstu húsgögnin núna og síðan bætt fleirum við í safnið smám saman þegar fjárhagurinn leyfir, fleiri bætast við fjölskylduna eða heimilið stækkar.



 

Saman úti á palli

Leggðu á borð fyrir börn og fullorðna til að skapa ævintýralega samverustund á fallegum sumardegi. Raðaðu saman borðum, bekkjum og stólum sem gera öllum kleift að borða í þægindum.

Steldu stílnum


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X