Þægilegt rúm er lykilatriði í svefnherbergi. Bættu síðan við sæng, kodda og rúmfötum sem henta þér. Teppi og púðar í þínum stíl hámarka notalegheitin. Er kominn háttatími? Þá skellir þú einfaldlega púðum og öðru í skúffurnar undir rúminu!
Feldu fatastandinum það mikilvæga hlutverk að geyma flíkur sem þú vilt geta gripið í – svo sem uppáhaldspeysuna þína eða slopp. Þú getur líka fegrað standinn með flottum fylgihlutum eða haft föt morgundagsins tilbúin.
Langar þig að hafa sjónvarp í svefnherberginu án þess að það sé of áberandi þegar slökkt er á því? Prófaðu að setja það á myndavegginn. Með myndir og veggspjöld í kring í svipuðum litum og annar húsbúnaður verður til skemmtilegur myndaveggur í afslöppuðum stíl sem truflar þig ekki þegar þú horfir á sjónvarpið.
Hjólavagn er gott dæmi um húsgagn sem gott er að eiga. Hann bíður stilltur úti í horni, hvítur og stílhreinn, þar til hans er þörf. Í honum getur þú geymt ílát með fjölbreyttu góðgæti og einfaldlega rúllað vagninum fram þegar þú kveikir á bíómynd. Þar er líka pláss fyrir hundanammi – allir fá eitthvað!
Myrkvunarrúllugardínur færa glugganum stílhreint og nútímalegt yfirbragð og eru í stíl við annan ferkantaðan húsbúnað herbergisins. Rúllugardínur í stað hangandi gardína láta líka rýmið virðast stærra. Myrkvunargardínur skapa aðstæður fyrir betri svefn og myrkva rýmið þegar horft er á sjónvarpið á daginn.
Dökkir og ljósir jarðlitir ásamt lokuðum hirslum hjálpa þér að skapa notalegt, rólegt rými – en þó með smá spennu. Þannig skapar þú jafnvægi á milli þæginda og notagildis, með rúmið í aðalhlutverki. Sniðugur húsbúnaður, á borð við hjólavagn og hillur við rúmið, sér um að þú náir í allt sem þú þarft (vísbending: nasl og fjarstýring) þegar þú hreiðrar um þig.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn