Hvort sem þig langar að loka þig af eða einfaldlega leggjast niður er svefnherbergið oft besti staðurinn til að ná sér niður eftir daginn og láta fara vel um sig. En hvernig er best að hanna svefnherbergi sem er í senn róandi og afslappandi staður fyrir svefn, en líka til að horfa á sjónvarpið með uppáhaldssnakkið? Sniðugur húsbúnaður og sveigjanlegar hirslur gefa þér nóg pláss fyrir allt sem þú þarft – líka ferfætlinginn!

Rými fyrir afslöppun og svefn

Þægilegt rúm er lykilatriði í svefnherbergi. Bættu síðan við sæng, kodda og rúmfötum sem henta þér. Teppi og púðar í þínum stíl hámarka notalegheitin. Er kominn háttatími? Þá skellir þú einfaldlega púðum og öðru í skúffurnar undir rúminu!

 

Skoðaðu rúmföt

Skoðaðu rúmföt

Flott hirsluhorn

Réttu hirslurnar í svefnherbergið gefa góða nýtingu á plássi. Fataskápur og kommóða sameinast í horninu og búa til hirslupláss fyrir öll fötin. Bættu við KOMPLEMENT innvolsi í skápa og skúffur til að halda svo góðu skipulagi á fötunum að þú gætir þurft að birta mynd af því á samfélagsmiðlum.

Skoðaðu PAX fataskápa

Hirslur og innvols fyrir betra skipulag

Fatastandur sem stendur sig vel stand

Feldu fatastandinum það mikilvæga hlutverk að geyma flíkur sem þú vilt geta gripið í – svo sem uppáhaldspeysuna þína eða slopp. Þú getur líka fegrað standinn með flottum fylgihlutum eða haft föt morgundagsins tilbúin.

 

Skoðaðu fatastanda og skóhirslur

Skoðaðu fatastanda og skóhirslur

Sjónvarp sem fellur inn í stóru myndina

Langar þig að hafa sjónvarp í svefnherberginu án þess að það sé of áberandi þegar slökkt er á því? Prófaðu að setja það á myndavegginn. Með myndir og veggspjöld í kring í svipuðum litum og annar húsbúnaður verður til skemmtilegur myndaveggur í afslöppuðum stíl sem truflar þig ekki þegar þú horfir á sjónvarpið.

 

Skoðaðu veggspjöld

Skoðaðu veggspjöld

Rúllaðu snarlinu inn!

Hjólavagn er gott dæmi um húsgagn sem gott er að eiga. Hann bíður stilltur úti í horni, hvítur og stílhreinn, þar til hans er þörf. Í honum getur þú geymt ílát með fjölbreyttu góðgæti og einfaldlega rúllað vagninum fram þegar þú kveikir á bíómynd. Þar er líka pláss fyrir hundanammi – allir fá eitthvað!

 

Skoðaðu hjólavagna

Skoðaðu hjólavagna

Staður til að sýna hluti – og fela aðra

Vertu með allt á sínum stað í vegghirslum. Skápar hátt uppi geta látið rýmið líta út fyrir að vera stærra. Hlutlausir litatónar og ferköntuð lögun passa vel við útlit myndaveggjarins. Með því að taka hurðirnar af nokkrum skápum skapast meiri dýpt og tilvalinn staður fyrir bækur og aðra hluti sem þú vilt sýna. En það besta við skápana er að þú getur einfaldlega lokað þeim til að fela allt sem þú vilt ekki sjá! Sannkallaðir töfrar.

Skoðaðu BESTÅ

Rými fyrir svefn

Myrkvunarrúllugardínur færa glugganum stílhreint og nútímalegt yfirbragð og eru í stíl við annan ferkantaðan húsbúnað herbergisins. Rúllugardínur í stað hangandi gardína láta líka rýmið virðast stærra. Myrkvunargardínur skapa aðstæður fyrir betri svefn og myrkva rýmið þegar horft er á sjónvarpið á daginn.

 

Skoðaðu myrkvunargardínur

Skoðaðu myrkvunargardínur

Þinn griðastaður – með smá hressingu!

Dökkir og ljósir jarðlitir ásamt lokuðum hirslum hjálpa þér að skapa notalegt, rólegt rými – en þó með smá spennu. Þannig skapar þú jafnvægi á milli þæginda og notagildis, með rúmið í aðalhlutverki. Sniðugur húsbúnaður, á borð við hjólavagn og hillur við rúmið, sér um að þú náir í allt sem þú þarft (vísbending: nasl og fjarstýring) þegar þú hreiðrar um þig.

 


Steldu stílnum


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X