Ys og þys borgarinnar varð til þess að parið vildi hægja á og einfalda líf sitt – jafnvel áður en þau urðu foreldrar. Þó að fjölgun í fjölskyldunni hafi haft margar breytingar í för með sér, voru flutningar ekki ein af þeim. Notalega litla íbúðin þeirra býður upp á einfaldan lifnaðarhátt: Þau eru einungis með húsgögn sem litla fjölskyldan hefur þörf á og elskar, bæði með nútíðina og framtíðina í huga. Verðið skemmdi heldur ekki fyrir.

Stíll sem stenst tímans tönn

Hver einasti hlutur á heimilinu var valinn með langtímanotkun í huga – tímalaus hönnun sem endist um ókomin ár. Náttúruleg hráefni eins og viður, bambus og bómull af sjálfbærari uppruna einkennir heimilið og veitir því afslappað og notalegt andrúmsloft.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt
Hvers vegna fylgja ekki leiðbeiningar með ungbörnum! Hér getur þú séð hvernig parið aðlagar sig að nýju hlutverki á heimili sem auðveldar þeim að fá nægan svefn og matmálstíma, milli þess sem þau sinna barninu.

„Í staðinn fyrir hefðbundinn sófa valdi parið tvo legubekki til að setja hlið við hlið. Notalegur staður til að kúra eða blunda aðeins á.“

Hans Blomquist,
innanhússhönnuður

Lítil eða stór augnablik

Hvort sem það er fyrsta brosið eða notaleg stund með tebolla þá eru það litlu augnablikin sem eru þess virði að taka frá tíma fyrir. Sem nýbakað foreldri er einfaldara að tala um hluti heldur en að framkvæma þá. Sem betur fer er lítið mál að útbúa snarl eða máltíð í skipulögðu eldhúsi, þá eiga þau meiri tíma fyrir það sem skiptir raunverulega máli.

Friður og ró

Jafnvel þó að svefnmynstur hafi breyst síðan litli herbergisfélaginn kom til sögunnar eru grundvallaratriði eins og notalegheit og slökun ennþá áberandi í svefnherberginu. Mjúk bómullarrúmföt og skipulagðar hirslur eru undirstaða draumarýmisins.

Grunnþarfir við heimkomu

Hvað þarf í raun og veru að vera til staðar þegar nýburi kemur inn á heimilið? Niðurstaða parsins: Ekki mikið! Barnahornið er aðeins búið því nauðsynlegasta. Hver hlutur er úr gæðaefni, í hlutlausum lit og býr yfir sveigjanleika svo hann geti fylgt litlu manneskjunni næstu árin.

Þar sem þvottinum er mætt með æðruleysi

Ein af stóru ráðgátum lífsins: Hvernig getur ein lítli manneskja, að því er virðist, tvöfaldað þvottinn! Tvær stórar körfur úr gegnheilli ösp anna auknu álagi og passa vel við aðra hluti baðherbergisins úr birki og bambus.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Fullkomið jafnvægi

Lífið og heimilið er að komast í fastar skorður – en hvernig er best að halda því þannig? Fjölskyldan er með eina ófrávíkjanlega reglu: Í hvert skipti sem nýr hlutur kemur inn um dyrnar verður annar að fara út. Niðurstaðan? Engin óreiða eða skyndikaup – það hefur góð áhrif á líðanina og bankareikninginn. Hans Blomquist er með fleiri hugmyndir fyrir þá sem aðhyllast mínímalisma.
IKEA
IKEA
IKEA
IKEAalt

Taktu skref inn á annað heimili

Tími fyrir breytingar


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X