AFTONSPARV línan er lent í IKEA!
AFTONSPARV leikfangalínan færir geiminn nær börnunum – hvort sem leiksvæðið er í stofunni, undir rúmi, á bak við sófa eða undir stiganum. Línan var hönnuð í samráði við hóp barna sem hafa mikinn áhuga á geimnum. Vörurnar vekja upp forvitni, sköpunargleði og hugmyndir að ævintýrum á næstu plánetu.
Skemmtilegasti leikvöllurinn er skammt undan
Geimurinn er óendanlegur – eins og ímyndunaraflið. Við í IKEA trúum því að börn þurfi að fá tækifæri til að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. AFTONSPARV línan inniheldur leikföng sem hvetja til sköpunar og hlutverkaleiks og er gerir börnum mögulegt að fara til tunglsins eða hvert sem þau vilja, í huganum.
„Ég hef verið hér áður ...
... enda er ég 100% endurunnin.“ Þessi vinalega geimvera í AFTONSPARV línunni er úr 100% endurunnu pólýester líkt og hin geimmjúkdýrin – tilbúin að lenda í svefnherberginu!
Við stefnum út í geim – með hjálp ímyndunaraflsins!
Leikur á sér engin takmörk
Leikur er nauðsynlegur fyrir þroska barna og við lögðum okkur fram við að hanna vörur fyrir öll börn í AFTONSPARV línunni. Línan inniheldur leikföng í geimþema líkt og mjúkar fingrabrúður, mjúkdýr, geimskip, eldflaugar og mottu með sólkerfinu okkar. Ævintýrin hefjast hér!
Skoðaðu AFTONSPARV línuna
Svefnherbergi í stjörnuþoku
Vörur fyrir svefnherbergi ungra geimfara – eftir annasaman dag er gott að kúra undir sængurveri með krúttlegum geimfígúrum og virða fyrir sér myndirnar á gluggatjöldunum – þær lýsa nefnilega í myrkri!
Hvernig eru leikfangahirslur í geimnum?
Það gæti verið gaman að hafa leikföng svífandi um allt í þyngdarleysi en svo vandast málið þegar þarf að ganga frá. Sem betur fer erum við með gott úrval af skipulagsvörum fyrir barnaherbergið, svo sem kassa og hirslur, sem hjálpa ungum geimkönnuðum að hafa allt á sínum stað. Þyngdaraflið hjálpar líka!
Skoðaðu skipulagsvörur fyrir barnaherbergi