Til þess að halda hitastiginu mátulegu (13-20°C) þegar þú sefur skaltu skoða vefnaðarvörur í svefnherberginu. Sængin skiptir miklu máli þegar kemur að því að stýra hitastiginu. Gardínur gegna líka stóru hlutverki í hitastýringu því þær eingangra rýmið gegn hita eða kulda ásamt því að draga úr dagsbirtu.

Veldu sængina vel

Um það bil 80% líkamshitans fer út í gegnum sængina þannig að ekki er mælt með að nota bara einhverja sæng sem þú fannst upp í skáp. Það getur verið mjög rómantískt að deila sæng með makanum en í raun er betra að vera með aðskildar sængur. Skoðaðu skalann sem segir til um hversu hlý sængin er. Þú getur verið með mismunandi sængur eftir árstíðum eða hitastigi úti, eða bara verið með sömu allt árið um kring.

Ef þér er oft kalt á nóttunni

Skoðaðu úrval okkar af hlýjum og mjög hlýjum sængum

Ef þér er oft heitt á nóttunni

Skoðaðu úrval okkar af svölum sængum

Gardínur eru ekki bara til skrauts

Með einföldu lagi af þykkum gardínum eða myrkvunargardínum getur þú haldið kuldanum eða hitanum úti. Einnig getur þú haft tvö lög af misþykkum gardínum til að stýra birtunni í herberginu. Mundu að þú getur alltaf skipt út gardínum eftir árstíðum.

Myrkvunargardínur

Þessar gardínur loka dagsbirtuna alveg úti. Þær eru yfirleitt úr pólýester og hliðin sem snýr út að glugganum er oft dekkri.

Hálfmyrkvun

Gardínurnar eru þykkar og loka mestu birtuna úti. Þær eru gjarnan úr bómullarflaueli eða pólýester.

Þunnar gardínur

Hleyptu dagsbirtu inn án þess að það komi niður á persónulegu næði. Vefnaðurinn er yfirleitt einfaldur með náttúrulegu útliti. Algengt er að nota þær með öðru lagi af gardínum, til dæmis myrkvunargardínum.

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X