MITTZON vörurnar hjálpa þér að skapa þægilega vinnuaðstöðu.
Auðvelt er að aðlaga húsgögnin að ólíku vinnuumhverfi, þau stuðla að vellíðan og efla teymisvinnu. Þau eru endingargóð, með fjölbreytt notagildi og geta aukið afköst og hugmyndaauðgi í hvaða skrifstofurými sem er.
Skoðaðu allt MITTZON
Ró og næði á skrifstofunni
MITTZON hljóðvistarvörur dempa skvaldur á skrifstofum og bæta þannig einbeitingu og vellíðan. Með því að lækka í umhverfishljóðunum getur þú hækkað í sköpunarkraftinum. Snjallar lausnir sem leyfa verkefnunum að tala sínu máli.
Skoðaðu allt MITTZON
Einföld leið til að búa til afmarkað rými
MITTZON grindur á hjólum og hljóðdempandi skilrúm tryggja næði og skapa fullkomið umhverfi fyrir vinnustofur og fundi. Það er auðvelt að færa grindurnar til og geyma þannig að þær færi vinnusvæðinu þann sveigjanleika sem verkefnin kalla á.
Skoðaðu allt MITTZON