Líkamsrækt er ekki allt ...

en hún er alls konar. Hvað er líkamsrækt? Er það hraði og úthald, 100 lotur, sviti og áreynsla? Er það kannski leiktími með börnunum? Jóga eftir langan vinnudag? Hnébeygjur við skrifborðið? Gæti það verið að taka til og þrífa, versla í matinn eða fara út að ganga með hundinn?

DAJLIEN er ný, tímabundin líkamsræktarlína með sniðugum og fjölhæfum vörum sem auðvelt er að nota – hannaðar til að falla inn í heimilið. DAJLIEN línan auðveldar þér að gera líkamsrækt að hversdagslegum vana.

Sniðugt, fjölhæft og sveigjanlegt

DAJLIEN línunni er ætlað að breyta hugmyndum okkar um líkamsræktargræjur með 19 vörum sem margar nýtast á fleiri en einn hátt á heimilinu.

Skoðaðu DAJLIEN línuna

Hannað fyrir þig og þitt heimili

DAJLIEN línan er hönnuð fyrir mikla notkun en hún er einnig hönnuð í hlutlausum litum með fallegum smáatriðum og nýtist sem annað en líkamsræktarbúnaður, eins og sem hirsla eða hentugur húsbúnaður. Fatastandurinn er til að mynda frábær til að þerra föt og DAJLIEN hjólavagninn er hægt að geyma undir borði.

Skoðaðu DAJLIEN línuna

Að hluta til græja, að hluta til hirsla

Innblásturinn að DAJLIEN bekknum er sóttur úr gamalli leikfimigræju. Bekkurinn nýtist á nokkra vegu; augljóslega sem æfingabekkur en einnig sem hirslubekkur og jafnvel sófaborð. Hann er úr bambus og með stamri mottu sem hægt er að rúlla upp og fela.

 

Skoðaðu DAJLIEN línuna

Pláss fyrir öll

Þegar við stundum líkamsrækt heima hjá okkur gæti verið að fleiri fjölskyldumeðlimir vilji taka þátt. Sporöskjulaga DAJLIEN æfingamotturnar eru í tveimur hentugum stærðum, auðvelt að rúlla upp og setja til hliðar. Minni mottan er fullkomin til að taka með sér og sú stærri rúmar tvö.

 

Skoðaðu DAJLIEN línuna

Endurheimt er hluti af ræktinni

DAJLIEN línan er einnig með vörur sem hjálpa þér með endurheimt eins og lofthreinsitæki sem nýtist einnig sem vifta, jógaband, hnéhlífar, nuddbolta og þráðlausan bluetooth-hátalara. Vörurnar hjálpa þér að jafna þig eftir æfingarnar og losa streitu – sem er nauðsynlegur hluti af líkamsrækt.

Skoðaðu DAJLIEN línuna

Fyrir og eftir

DAJLIEN línan endurskilgreinir líkamsrækt sem skemmtilega og náttúrulega daglega athöfn með léttum og fallegum vörum sem er auðvelt að nota, klæðast og taka með sér.

Skoðaðu DAJLIEN línuna

Hvenær, hvar og hvernig sem er

DAJLIEN fjarlægir hindrunina að koma sér í ræktina með því að færa ræktina heim til þín. Sumar vörur er hægt að brjóta saman og setja í tösku svo þú getir ræktað líkamann hvar sem er og hvenær sem er.

 

Skoðaðu DAJLIEN línuna

Heima eða á ferðinni

Getur líkamsrækt verið einfaldlega að versla í matinn eða fara í göngutúr með hundinn? Með DAJLIEN er svarið já. DAJLIEN býður upp á sniðugar lausnir sem umbreyta daglegum verkefnum í einfalda og skemmtilega líkamsrækt.

Skoðaðu DAJLIEN línuna

„Með DAJLIEN vildum við sniðugar og fallegar vörur sem hvetja til líkamsræktar og endurskilgreina hana sem skemmtilega og náttúrulega daglega athöfn.“

Sara Fager
hönnuður


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X