Ertu að halda matarboð og vantar hugmyndir að flottum borðskreytingum? Reyndu að nota það sem þú átt nú þegar. Það getur verið fallegt að blanda saman gamla stellinu og nýjum borðbúnaði þegar lagt er á borð og nota sköpunargáfuna til að búa til heimagerðar skreytingar.

Hugmyndir að heimagerðu skrauti

Það er gott að eiga alltaf til blöð í ýmsum litum; það er fjölbreyttur efniviður svo sem til að gera borðmerkingar og skrautsveiga. Hér eru nokkur atriði sem þú getur haft í huga þegar halda á skemmtilegt boð.
  • Blandaðu saman ólíkum borðbúnaði svo enginn gestur fái eins
  • Notaðu alls konar diskaþurrkur fyrir servíettur
  • Málaðu pappírsljósaskerma í stað þess að kaupa blöðrur
  • Skreyttu með gerviblómum
  • Föndraðu skemmtilegt skraut
Skoðaðu MÅLA línuna

Segðu bless við blöðrurnar

Hefurðu íhugað að breyta til og nota ljósaskerma í staðinn fyrir blöðrur? Þú getur til dæmis málað þá í litum sem passa við hinar skreytingarnar. Ef þú notar dimmanlegar LED ljósaperur getur þú stillt stemninguna eins og þú vilt. Svo eru þeir endurnýtanlegir – þú getur málað þá aftur fyrir næsta viðburð.

Skoðaðu ljós og lampa

Fegurðin er ósvikin

Gerviblóm hafa náð miklum framförum og eru nú orðið mjög raunveruleg. Vertu með nokkrar mismunandi tegundir og liti í skúffunni heima svo þú getir dregið þau upp og notað sem skraut við mismunandi tilefni. Þau bæta lit og náttúrulegum blæ við matarborðið, aftur og aftur!

Skoðaðu SMYCKA línuna

Heimilislegt og skapandi

Diskaþurrkur eru góðar í hlutverki servíetta, bættu við borða og nafnspjaldi til þess að fullkomna skreytinguna. Prófaðu að blanda saman ólíkum litum og mynstrum þegar þú leggur á borð. Útkoman verður lífleg og einstök. Bjóddu gesti velkomna með skrauti í þeirra uppáhaldslitum.

Skoðaðu allan borðbúnað

Afslappað matarboð

Skoðaðu allan borðbúnað

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X