Það borgar sig að velja vel þegar kemur að skrifborðsstól og borði. Þetta eru húsgögn sem þú kemur til með að nota mikið og mikilvægt að setja þægindi og heilsu í fyrsta sæti. Vertu með gott skipulag á búnaðinum, réttu lýsinguna og þá verður leikur einn að spila tölvuleikina.
 
fyrir spilara

Á þínum heimavelli

Þegar kemur að því að velja skrifborð fyrir tölvuleikjaaðstöðuna er mikilvægt að hægt sé að stilla það í ákjósanlega hæð. Þetta skrifborð er stórt og sterkbyggt og hentar fyrir tvo skjái. Borðplatan er djúp til þess að skjáirnir geti verið í þægilegri fjarlægð. Stálgrindin á aftanverðri borðplötunni hleypir lofti að tölvunni svo hún ofhitni ekki.

 

Skoðaðu öll tölvuleikjaborð
tölvuleikjaborð
leikjastóll

Sæti fyrir sigurvegara

Þegar þú situr lengi fyrir framan tölvuna er nauðsynlegt að hafa þægilegan leikjastól sem styður við líkamann á réttum stöðum. Það getur munað miklu að vera með arma, bakstuðning og höfuðpúða ásamt því að geta stillt hann eins og hentar þér best.

 

Skoðaðu alla leikjastóla

Skúffueining fyrir mikilvægustu hlutina

Það er auðveldara að koma sér inn í leikinn þegar allt er á sínum stað. Hafðu aðstöðuna snyrtilega og geymdu aukahluti í skúffum. Snagi á hliðinni sér til þess að snúrur eða heyrnartól séu alltaf við höndina.

 

Skoðaðu alla aukahluti fyrir spilara
fylgihlutir fyrir spilara

Stólar sem hjálpa þér að skara fram úr

Skoðaðu alla leikjastóla
vegghirsla

Vegghirsla með allt til taks

Notaðu veggina til að geyma alls kyns smáhluti sem þú vilt hafa við höndina eða til sýnis. Með snögum og teygjum getur þú geymt stýripinna, rafhlöður, rafmagnssnúrur og annan tölvuleikjabúnað.

 

Skoðaðu alla aukahluti fyrir spilara

Réttu aukahlutirnir

Fullkomnaðu aðstöðuna með réttu aukahlutunum. Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • SYMFONISK WiFi-hátalari
  • Þráðlaus ljósdeyfir
  • Snúruhaldari fyrir tölvumús
  • Sniðugur standur fyrir heyrnartól
  • Bolli sem sullast ekki úr
  • Púði fyrir aukin þægindi
Skoðaðu LÅNESPELARE vörulínuna
aukahlutir

Aftur efst
+
X