„Við getum verið stolt af því að við stælum okkur sjálf.“

Jonas Kamprad
Ráðgjafi og sonur stofnanda IKEA

Allt í blóma!

Blómstrandi gleði fylgir blómamynstrinu sem Göta Trägårdh hannaði og birtist fyrst í vörulista IKEA árið 1971. Ef þú vilt líka hafa lifandi blóm á heimilinu getur þú leyft þeim að njóta sín í SKOGSTUNDRA blómavasa og PRIMÄRSKOG plöntustandi.

Ný nálgun á eldri hönnun

Nýtt uppáhald eða endurfundir við gamlan vin? Skoðaðu nokkrar vinsælar vörur sem hafa öðlast nýtt líf.

Skoðaðu Nytillverkad línuna

Rendur standa fyrir sínu

ÖNNESTAD hægindastóllinn tilheyrir fjórða hluta Nytillverkad línunnar og frískar upp á heimilið með skemmtilegum röndum. Stóllinn kom fyrst í sölu árið 1972 og hét þá GOGO. Nú snýr hann aftur með grind úr helmingi minna stáli. Léttur og sterkur!

Bættu um betur

Þú getur falið blett, saumað hatt eða einfaldlega lífgað upp á umhverfi þitt. SANDETERNELL þriggja metra efnið kemur í appelsínugulu og gulu og hentar til að búa til það sem þú vilt, eins og þú vilt.

Sumarþrá

Rúmið verður að sannkölluðu blómaengi með KRANSMALVA sængurverasettinu. Blómamynstrið var hannað af textílhönnuðinum Göta Trägårdh og sást fyrst á rúmteppum og gardínum í IKEA vörulistanum árið 1971. Nú blómstrar það á ný á sængurverasetti, púðaveri og metravöru í Nytillverkad línunni.

Gamlar sálir í nýjum anda

Í lok sjöunda áratugarins kom MILA hægindastóll í sölu. Á þeim tíma var áhersla lögð á afslöppun heima fyrir; hægindastólar voru með hallandi baki og sófaborðin stór. Nýja útgáfa snúningsstólsins, DYVLINGE, hefur fimm fætur í stað fjögurra svo hann velti síður. Alltaf til í snúning!

Skoðaðu Nytillverkad línuna

Þorir þú alla leið?

Þú ræður hvort þú dembir þér í litríkan lífsstíl eða prófir þig áfram hægt og rólega. Þú getur bætt einum litríkum hlut við heimilið eða mörgum! Geymdu hlutina þína á JÄRLÅSA hliðarborði á hjólum eða tylltu þér á fágaðan koll.

Framtíðin er björt

Fyrstu vörurnar í Nytillverkad línunni einkennast af björtum litum og stílhreinum útlínum. Hér eru tvær sígildar vörur, plöntustandur frá 1957 ogfatastandur frá 1978, sem hafa fengið litríka uppfærslu sem grípur augað.

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X