FRÖDD línan er búin til í samstarfi við félagsleg fyrirtæki þar sem fært handverksfólk gerir hönnuninni, sem er innblásin af náttúrunni, hátt undir höfði. Í línunni eru vefnaðar- og leirvörur sem færa náttúruna inn á heimilið með nútímalegum áprentuðum og handsaumuðum mynstrum sem minna á árhringi trjáa.

Jóna Berglind Stefánsdóttir, textílhönnuður, hannaði vörurnar í FRÖDD línunni. Jóna Berglind flutti til Svíþjóðar árið 2016 þar sem hún lagði stund á meistaranám við The Swedish School of Textiles, sem leiddi til starfs í hönnunardeild IKEA. Hún hefur þegar hannað nokkrar vinsælar IKEA vörur og nú bætast þessar fallegu, náttúrulegu vörur í safnið.

„Hugmyndin að FRÖDD línunni kviknaði í útilegu þar sem ég ákvað að reyna að miðla innsta kjarna náttúrunnar með einstökum handgerðum hlutum sem eru innblásnir af laufblöðum og trjám. Metnaðarfullt verkefni sem leiddi til samstarfs við félagsleg fyrirtæki þar sem fært handverksfólk gerir hönnuninni hátt undir höfði og glæddi þá lífi. Ég vona að þú komir til með að njóta þess hvernig línan myndar tengsl við náttúruna.“

Jóna Berglind
hönnuður


FRÖDD vefnaðarvörurnar eru frammleiddar af Spun á Indlandi, félagslegu fyrirtæki sem skapar störf fyrir konur á dreifbýlum svæðum. Þannig öðlast fjölskyldur meiri tekjur og bættari lífskjör.

Mjúk gólfsessan er með mynstri sem líkist árhringjum trjáa. Varan er framleidd af SAITEX í Víetnam. Félagslegt fyrirtæki í iðnaðarframleiðslu með bómull og endurunnu gallaefni sem ræður til sín einstaklinga með fatlanir. IKEA vinnur með félagslegum fyrirtækjum víðs vegar um heim til þess að hanna einstakar vörur og skapa störf fyrir fólk sem þarf mest á því að halda.
 


FRÖDD keramik vörurnar eru framleiddar af af Doi Tung, félagslegu fyrirtæki sem með framleiðslu sinni skapar störf og stöðugar tekjur fyrir fólk úr ættbálkum sem búa í fjallahéruðum í norðurhluta Taílands.
 



Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X