Þægindi, lýsing hitastig, hljóð, loftgæði og snyrtilegt umhverfi. Þessi sex atriði eru grunnurinn að góðum nætursvefni en svefn hefur áhrif á orku, heilsu og vellíðan okkar yfir daginn. Í vöruúrvali okkar eru fjölbreyttar lausnir sem stuðla að góðum svefni, sér í lagi þar sem þú þarft ekki að missa svefn yfir verðinu. Setjum saman fullkomna svefnaðstöðu!

Fyrsta skref: Aukin þægindi, betri svefn

Þægindi eru mikilvægust. Góð dýna, koddi sem hentar svefnstellingunni þinni og rétta sængin eru lykilatriði. Stífleiki dýnunnar fer eftir því hvort þú sefur á maganum, bakinu eða hliðinni. Val á kodda er mjög persónubundið. Þar þarf að huga að því í hvaða stellingu þú sefur en einnig fer það eftir stífleika dýnunnar.

Skoðaðu rúm og dýnur

Finndu réttu dýnuna

Þótt stærð dýnunnar skipti máli þá eru þægindin mikilvægari. Viltu mjúka eða stífa dýnu, boxdýnu, með gormum eða svampdýnu? Við erum öll mismunandi og þess vegna getur þú valið úr breiðu úrvali af fjölbreyttum dýnum.


Annað skref: Dragðu fyrir og láttu þig dreyma

Myrkvunargardínur halda sólarljósi og skini borgarljósa í skefjum. Ef þér finnst ennþá of bjart getur augngríma hjálpað þér að komast í djúpan svefn. Litur lýsingarinnar í herberginu skiptir líka máli og hlý birta er besti kosturinn á kvöldin. LED ljósapera með stillanlegu litarhitastigi getur því verið góð fjárfesting. Jafnframt er mikilvægt að sleppa skjánotkun fyrir svefninn því skjár, til dæmis á síma, gefur frá sér bláa birtu sem blekkir líkamann til að halda að nú sé tími til að vaka og þá er erfiðara að festa svefn.

Skoðaðu LED lýsingu

Skapaðu notalegan svefnstað

Það er ýmislegt sem getur truflað svefn: tunglsljós, ljósastaurar, bílljós og miðnætursólin. Myrkvunargardínur koma í veg fyrir þessar truflanir. Þykkar gardínur geta einnig komið í veg fyrir kulda frá óþéttum gluggum og dempað umhverfishljóð.

Skoðaðu gardínur

Þriðja skref: Svalt svefnumhverfi

Hitastig, hvort sem það er of kalt eða of heitt, er algeng ástæða þess að fólk vaknar úrillt á morgnana. Góð regla er að hafa 13 til 20°C í svefnherberginu. Síðan er hægt að stilla sig af með misþykkum sængum og rúmfötum úr efni sem hentar okkur (t.d. bómull eða hör) því þau hafa ýmist svalandi eða hlý áhrif. Finndu rúmföt sem henta þér..

Skoðaðu rúmföt

Fjórða skref: Kyrrð og ró

Í fullkomnum heimi ætti svefnherbergið að vera rólegt athvarf þar sem ekkert truflar. Mýkt í húsgögnum og öðrum húsbúnaði, eins og gardínum og mottum, dempar hljóð og færir herberginu ró. Prófaðu að sofna við rólega tónlist eða vakna við uppáhaldslagið þitt. SYMFONISK hátalararnir tengjast við Home smart appið ásamt öðrum snjallvörum, svo sem gardínum og lýsingu, og hjálpa til við að fullkomna herbergið.

Skoðaðu SYMFONISK

Fimmta skref: Gott loft í svefnherberginu

Loftgæði leika stórt hlutverk þegar kemur að gæðum svefns. Víða í heiminum eru loftgæði afar slök, en það getur líka átt við hérlendis. Það þarf að lofta út og svo geta viftur, lofthreinsitæki og plöntur gert gæfumuninn. Gott er að halda raka í lágmarki því of mikill raki getur látið okkur líða illa og við vöknum þá kannski í svitakófi.

Lestu meira um lofthreinsitæki hér

Plöntur veita vellíðanu

Grænar og vænar plöntur í svefnherberginu geta aukið vellíðan, minnkað streitu og skapað rólegt andrúmsloft, ásamt því að hreinsa loftið. Bættu plöntum í svefnherbergið til þess að færa þig nær náttúru og grænna heimili.

Skoðaðu plöntur

Sjötta skref: Snyrtilegt umhverfi

Vilt þú sofa betur á nóttunni? Haltu óreiðunni í skefjum með góðu skipulagi. Þá eru meiri líkur á að þú sofir vært. Við erum með fjölbreyttar hirslulausnir á hagstæðu verði, svo sem hirslur undir rúm, kassa og körfur ásamt kommóðum, fataskápum og náttborðum.

Skoðaðu fataskápa

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X