Hægt er að stilla hæðina á borðinu úr 65 í 108 cm með sveifinni, til að tryggja vinnuvistfræðilega stöðu – hvort sem það er sitjandi eða standandi.
Hentar fyrir örvhenta jafnt sem rétthenta þar sem hægt er að festa sveifina á hvora hliðina sem er.
Þegar þú skiptir reglulega á milli sitjandi og standandi stöðu heldur þú líkamanum á hreyfingu, þér líður betur og getur bætt afköst.
Hillan skapar pláss á skrifborðinu og er góður staður fyrir blöð, liti, bækur eða smáhluti.
Litla hillan neðst er fullkomin fyrir penna og aðra smáhluti.
Skrifbrettið hentar vel sem stuðningur undir stílabók eða bók. Þú getur síðan hengt það yfir tússtöfluna þegar það er ekki í notkun.
Yfirborð klætt melamínþynnu er endingargott, fær síður á sig bletti og er auðvelt að þrífa.
Þú getur haldið snúrunum til haga með því að leiða þær í gegnum snúrugeymsluna á milli fram- og afturfótanna.
Stillanlegir fætur auka stöðugleika skrifborðsins, jafnvel á ójöfnu gólfi.