Sérhilla fyrir tímarit og fleira sem heldur hlutunum í röð og reglu og borðplötunni auðri.
Borðið er á hjólum og því auðvelt að færa það til.
Hluti af Nytillverkad línunni þar sem klassískur IKEA húsbúnaður fær nýtt útlit.
Þegar sófaborðið kom fyrst í sölu var það í POP68 línunni og samkvæmt vörulistanum var það fyrir fólk sem er ungt, líflegt og ferskt í anda. Eftir danska hönnuðinn Erik Wörtz.
Í nýju útgáfunni höfum við bætt þili milli borðplötunnar og hillunnar, borðið hefur því 10 kg burðarþol.